Aðalfundur 2023
- Details
- Skrifað mánudaginn, 20 febrúar 2023 21:45
Aðalfundur siglingafélagsins Ýmis verður haldinn fimmtudaginn 2. mars kl 17:00 í húsi félagsins að Naustavör.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórnin
Kranadegi seinkað um eina viku
- Details
- Skrifað föstudaginn, 30 september 2022 08:28
Það hefur verið ákveðið að færa kranadaginn frá laugardeginum 15 október til laugardagsins 22 október. Hífingin byrjar kl 10:30. Við biðjum umsjónarmenn báta um að vera komna með vöggur/kerrur á hafnarsvæðið 15 október til þess að hægt sé að skipuleggja staðsetningar báta.
Til viðbótar við báta siglingafélagsins hafa eftirfarandi bátar fengið úthlutun:
- Sigurborg
- Sæstjarnan
- Aría
- Besta
- Sunna
- Gúa
- Dögun
- Vissa 1789
- Vissa
- Póseidon
- Saga
Umsjónarmenn báta eru beðnir um að greiða uppsátursgjald fyrir veturinn inn á reikning félagsins 536 26 6634 kr 470576 0659
Kranadagur að Hausti 2022
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 13 september 2022 15:34
Kranadagur verður haldinn laugardaginn 15 október. Háflóð er um kl 10:30. Eigendur báta sem voru í uppsátum síðasta vetur hafa forgang að plássi, en eru vinsamlegast beðnir að senda beiðni fyrir á
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
sem fyrst.
Lokamót kjölbáta fór fram s.l. laugardag
- Details
- Skrifað mánudaginn, 12 september 2022 10:03
Lokamót kjölbáta var haldið laugardaginn 10 september. Á mótinu var sigld stutt braut á ytri höfninni í Reykjavík en síðan var sigld lengri braut umhverfis Gróttu og inn í Fossvog.
Seglbáturinn Dögun náði fyrsta sæti í fyrri hluta keppninar og var 42 sekúndum á undan Sif, sem var 48 sekúndum á undan Sigurborginni (eftir útreikning á forgjöf). Dögun varð síðan aftur í fyrsta sæti í seinni hluta keppninnar, tveimur mínútum á undan Sigurborg, sem var einni mínútum og fjörutíu sekúndum á undan Ísmolanum. Loka úrslit urðu því að Dögun náði fyrsta sætinu í keppninni, Sigurborg varð í öðru sæti en Sif í þrijða sæti.
Siglingafélagið Ýmir vill þakka þáttakendum fyrir góða keppni í lok vertíðarinnar og Siglingafélaginu Þyt fyrir dygga aðstoð við mótshaldið.
Tilkynning um Lokamót kjölbáta 2022
- Details
- Skrifað mánudaginn, 29 ágúst 2022 18:07
Lokamót kjölbáta
Siglingafélagið Ýmir
3 september 2022
Reykjavíkurhöfn - Fossvogur
TILKYNNING UM KEPPNI
1 REGLUR
1.1 Keppt verður samkvæmt reglum sem tilgreindar eru í Alþjóða kappsiglingareglum.
1.2 Kappsiglingafyrirmæli mótsins og SÍL gilda einnig. Keppendur þurfa að taka tillit til þeirra sótvarnartakmarkana sem kunna að verða í gildi á tímabilinu.
1.3 Keppnin verður ekki haldin ef keppnisstjórn hefur ekki yfirsjón yfir keppnissvæðið vegna skerðingar á skyggni.
1.4 Ef tungumálum ber ekki saman skal enska útgáfa textans gilda.
1.5 Þegar regla 20 gildir, má bátur gefa til kynna þörf fyrir rúm til að stagvenda t.d. með kalli eða bendingum.
2 KAPPSIGLINGAFYRIRMÆLI
2.1 Keppnin verður með hefðbundnu sniði. Startað verður á ytri höfninni í Reykavík, siglt út fyrir Akureyrarbauju og hefðbundin siglingaleið inn Skerjafjörð. Marklína verðu fyrir utan Ýmishöfn.
3 SAMSKITPI
3.1 Keppnisstjórn notar rás 74 fyrir öll samskipti
3.2 Á meðan á keppni stendur (tekur gildi við fyrsta viðvörunarflaut) mega keppendur ekki nota talstöðvar eða önnur samskiptatæki nema í neyðaratilvikum og ef allir keppendur fá sömu upplýsingar. Þessi takmörkun gildir einnig um farsíma
4 HLUTGENGI OG ÞÁTTTAKA
4.1 Mótið er opið öllum bátum með gilt IRC forgjafarskírteini í forgjafakeppni
4.2 Hlutgenga báta má skrá með því að senda eftirfarandi upplýsingar ásamt staðfesingu á greiðslu skráningargjalds til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 2. september 2022: Nafn báts, nöfn, kennitölur og félög skipstjóra og áhafnar, símanúmer skipstjóra, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir. Taka skal fram þann fjölda keppenda sem verður um borð.
4.3 Skráning telst ekki gild fyrr en öllum skráningarskilyrðum er fullnægt og þáttökugjald hefur verið greitt.
5 ÞÁTTTÖKUGJALD
5.1 Áskilin gjöld eru eftirfarandi
Þátttökugjald á hvern keppanda er kr. 2500. Innifalið eru kaffiveitingar í félagsheimili Ýmis eftir keppni ef það verður heimilt samkvæmt gildandi sóttvarnartakmörkunum.
Gjaldið hækkar í kr. 3000 ef skráning berst eftir 1 september. Gjald greiðist inn á reikning: 536 - 26- 6634 Kt:. 470576-0659
6 AUGLÝSINGAR
6.1 Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té.
7 TÍMAÁÆTLUN
7.1 Skráningu skal vera lokið fyrir keppni. 3. september 2022 Skipstjórafundur kl. 10:00 Viðvörunarmerki fyrir fyrstu keppni er áætlað kl. 11:30 Ekki verður ræst eftir kl. 14:00 Afhending verðlauna verður að lokinni keppni í félagsheimili Ýmis 4. september 2022 er varadagur
8 MÆLINGAR OG SKOÐUN
8.1 Leggja skal fram gilt IRC forgjafarskírteini fyrir hvern bát.
9 STIGAGJÖF
9.1 Notað er lágstigakerfi skv A4.1 í viðauka A
10 PERSÓNUVERND
10.1 Með skráningu í keppni heimila þátttakendur myndbirtingar á vegum keppnishaldara og SÍL ásamt birtingu úrslita.
11 TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR
11.1 Keppendur sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 3, Ákvörðun um að keppa. Skipuleggjendur firra sig allri ábyrgð vegna skemmda eða líkamstjóns eða dauðsfalla í tengslum við eða fyrir eða eftir keppni eða á meðan keppni stendur án tillits til orsakatengsla.
12 TRYGGINGAR
12.1 Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu.
13. VERÐLAUN
13.1 Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3 sætin
14 FREKARI UPPLÝSINGAR
14.1 Frekari upplýsingar verða veittar á netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.