Tilkynning um keppni
- Details
- Skrifað sunnudaginn, 17 júlí 2016 23:32
Íslandsmót kæna 2016
6. til 7. ágúst 2016
Siglingafélagið Ýmir
1. 1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a. Kappsiglingareglum ISAF
b. Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c. Kappsiglingafyrirmælum mótsins
2. 2. Auglýsingar
a. Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt ISAF reglugerð 20 um auglýsingar
b. Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa að sýna á bátum eða búnaði
3. 3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.
Stefnt er að keppni í eftirfarandi flokkum:
a. Optimist A
b. Optimist B
c. Laser 4.7
d. Laser Radial
e. Laser Standard
f. Topper Topaz
g. Opnum flokki samkvæmt forgjöf frá SÍL
Verði þátttakendur í einhverjum flokki færri en fimm verður sá flokkur hluti af opnum flokki.
4. 4. Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 mánudaginn 1. ágúst með tölvupósti á
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Taka þarf fram fullt nafn keppenda, sími, félag, seglanúmer, bátstegund, og flokkur sem viðkomandi óskast skráður í, auk þess er óskað eftir að upplýsingar um forráðamann sé keppandi ekki sjálfráða.
Það er þó hægt að skrá allt fram að skipstjórafundi, en þá hækkar þátttökugjaldið.
5. 5. Þátttökugjald
Þátttökugjald á hvern keppanda er kr. 4.000.
Gjaldið hækkar í kr. 5.000 ef skráning berst eftir 21:00 þann 1. ágúst
Gjald greiðist á reikning: 536 - 26- 6634 Kt: 470576-0659 eða við afhendingu kappsiglingafyrirmæla.
Senda skal staðfestingu greiðslu á
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
6. 6. Tímaáætlun
5. ágúst:
Aðstaðan hjá Ými opnar kl. 13:00
Skráningar og afhending keppnisgagna kl. 13:00 til 16:00
6.ágúst:
Skipstjórafundur kl. 9:00
Viðvörunarmerki fyrir fyrstu keppni kl. 10:00
Ekki verður ræst eftir kl. 16:00
Stefnt er að þremur til fjórum umferðum
Keppendur fá mat í poka út í bát. (innifalið)
Grillveisla (Strandpartí) kl. 19:00 á á félagssvæði Ýmis fyrir keppendur. (Innifalið)
7.ágúst:
Skipstjórafundur kl. 9:00
Viðvörunarmerki fyrir fyrstu keppni kl. 10:00
Ekki verður ræst eftir kl. 16:00
Keppendur fá mat í poka út í bát. (Innifalið)
Stefnt er að þremur umferðum
7. 7. Kappsiglingafyrirmæli
Kappsiglingafyrirmæli verða afhent föstudaginn 5. ágúst til keppenda þegar skráningu er lokið og keppnisgjald hefur verið greitt, þau verða birt á heimasíðu félagsins www.siglingafelag.is og á tilkynningartöflu á mótsstað.
8. 8. Keppnissvæði
Keppt verður á Skerjafirði og Fossvogi
Skipstjórnarfundir fara fram í félagsaðstöðu Ýmis við Naustavör
9. 9. Keppnisbraut
Keppnisbraut verður annað hvort beiting- lens-beiting braut eða Trapizubraut. Brautum verður
nánar lýst í kappsiglingafyrirmælum.
1 10. Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.
Ef kepptar verða þrjár eða færri umferðir, reiknast allar til stiga, annars kastar hver keppandi sinni lökustu keppni.
1 11. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki ásamt því að sigurvegarinn hlýtur farandbikar og nafnbótina „Íslandsmeistari viðkomandi flokks 2016“.
Samkvæmt kappsiglingafyrirmælum SÍL er ekki keppt til íslandsmeistaratitils nema fimm bátar hefji keppni í viðkomandi flokki.
1 12. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsaðstöðu Ýmis strax og úrslit verða ljós að lokinni síðustu umferð mótsins.
1 13. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórnásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
1 14. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar gefur Birgir Ari Hilmarsson í síma 898 4814 eða með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.