Sumardagskrá siglingafélagsins Ýmis 2017

1. Opnunarhátíð siglinga
Laugadaginn 10. júní milli kl. 13:00 – 16:00 efnir Siglingafélagið Ýmir til opnunarhátíðar í Naustavörinni. Allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru velkomnir til að taka þátt í fyrsta siglingaviðburði sumarsins. Hægt verður að róa árabátum og kajökum og sigla kænum. Upplagt að mæta og hitta félagana, þiggja veitingar og leika sér með krökkunum.

 


 

2. Siglingaæfingar fyrir 8 – 15 ára
Í sumar verður boðið upp á siglingaæfingar fyrir börn á aldrinum 8 til 15 ára. Markmiðið er að æfa þátttakendur í að sigla Optimist, Topper og Laser bátum félagsins. Æfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16.00 - kl. 19.00. Á fimmtudögum verður einnig opið fyrir þá sem hafa áhuga á og getu til að taka þátt í æfingakeppnum í samstarfi við Brokey siglingafélag. Tveir til þrír starfsmenn Ýmis verða á æfingunum: þjálfari, aðstoðar-maður þjálfara og fulltrúi Ýmis. Boðið verður upp á 10 vikna æfingatímabil. Fyrsta æfingin verður 12. júní og sú síðasta 16. ágúst. Gjald fyrir 10 vikur er kr. 27.000. Hægt er að nota Frístundastyrk Kópavogsbæjar fyrir 10 vikna æfingatímabil. Einnig er boðið upp á hálft æfingatímabil (5 vikur) sem kostar kr. 15.000. Fyrir þetta æfingatímabil er ekki hægt að nýta frístundastyrkinn. Hámarksfjöldi á æfingunum er að jafnaði 12 börn. Systkinaafsláttur 20%.

Umsjónarmenn: Sigríður Ólafsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson og Hannes Sveinbjörnsson.
Sótt er um og greitt á Frístundagátt Kópavogsbæjar.
Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á Facebooksíðu félagsins.

 


 

3. Opið hús fyrir almenning
Á þriðjudögum verður boðið uppá siglingar fyrir áhugasama íbúa í Kópavogsbæ. Fyrsta skipti verður 13. júní, kl. 16:00 – 19:00. Foreldrar geta mætt með börnum sínum og fengið að róa kajökum og árabátum og sigla litlum seglbátum undir eftirliti reynds starfsfólks. Þetta er upplagt tækifæri til að skemmta sér saman og kynnast sjónum og siglingum með öruggum hætti. Hvert skipti kostar 500 kr. á mann, að hámarki 1500 kr. fyrir fjölskyldu. Upplagt að hafa með sér nesti,en það verður kaffi á könnunni. Greiða skal með peningum á staðnum.

Umsjónarmaður: Ólafur Bjarnason

 


 

4. Félagskvöld
Á fimmtudögum milli kl. 16:00 - 20:00 gefst fullorðnum meðlimum Ýmis tækifæri til að sigla á bátum félagsins á Skerjafirðinum með öðrum félögum. Fyrsta skipti verður fimmtudaginn 15. júní. Skilyrði er að hafa greitt félagsgjaldið,(upplýsingar á heimasíðu).

Umsjónarmaður: Hannes Sveinbjörnsson

 


 

5. Skútunámskeið/undirbúningsnámskeið fyrir skemmtibátapróf
Siglingafélagið Ýmir býður upp á skútunámskeið fyrir fullorðna. Nemandinn er undirbúinn fyrir próf í verklegum hluta skemmibátaprófsins, sjá námskrá fyrir hásetanámskeið: www.siglingafelag.is, undir kjölbátar. Boðið verður upp á eftirfarandi dagsetningar: Námskeið nr. 1, 5.-17.júní. Námskeið nr. 2, 3.-15. júlí. Námskeið nr. 3, 8.-20.ágúst. Hvert námskeið telur 5 skipti: 4 tíma í senn á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Verð: kr. 35.000. Nánari upplýsingar gefur Sigríður í síma 896-5874 eða siggaskipstjó This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Umsjónarmaður: Sigríður Ólafsdóttir.
Greiða skal inná reikning félagsins: 536-26-6634, kt. 470576-0659 og senda Siggu kvittun.

 


 

6. Kænur fyrir foreldra - námskeið
Boðið verður upp á námskeið á Topper kænum félagsins fyrir foreldra og börn þeirra. Námskeiðið er fyrir fullorðna sem aldrei hafa prófað seglbáta og börn þeirra, sem eru of ung til að taka þátt í siglingaæfingunum. Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að treysta sér til að mæta á þriðjudags- og fimmtudagskvöld félagsins (sjá lið 3 og 4). Námskeiðið stendur í þrjá föstudagseftirmiðdaga frá kl. 16:00 - 19:00 og hefst þann 23. júní. Námskeiðsgjaldið gildir fyrir fullorðinn og barn sem sigla saman. Kostnaður er kr. 10.000. Skráning og frekari upplýsingar hjá This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (pláss takmarkast af bátakosti). Greiða skal inná reikning félagsins nr. 536-26-6634, kt. 470576-0659 og senda kvittun til Þorsteins.

Umsjónarmaður: Þorsteinn Aðalsteinsson

 


 

7. Keppnir á vegum félagsins
27. maí: Opnunarmót kæna
16.-20. ágúst: Íslandsmót kjölbáta
2. september: Lokamót kjölbáta
31. desember: Áramót

Umsjón keppna: Mótanefnd, Aðalsteinn Loftsson, Ólafur Bjarnason og Helga Ólafsdóttir.

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar