Siglingaæfingar Ýmis fyrir 8 til 15 ára börn
- Details
- Skrifað laugardaginn, 21 apríl 2018 20:09
Markmiðið með æfingunum:
Þátttakendur eru þjálfaðir í að sigla Optimist, Topper og Laser bátum félagsins.
Tímasetningar:
Æfingarnar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 16.15 - kl. 19.00. Þrír starfsmenn Ýmis verða á æfingunum; þjálfari, aðstoðar-þjálfari og fulltrúi Ýmis.
Æfingatímabil/ æfingagjald:
Boðið verður upp á 11 vikna æfingatímabil frá 11. júní - 17. ágúst sem kostar kr. 30.000. Frístundastyrk Kópavogsbæjar er hægt að nýta á 11 vikna námskeiðið.
Einnig er boðið upp á hálft æfingatímabil, sem kostar kr. 15.000. Ekki er hægt að nýta frístundastyrkinn fyrir hálft tímabil. Hámarksfjöldi á æfingunum er að jafnaði 12 börn. Systkinaafsláttur er 20% (24.000 og 12.000).
Umsjónarmaður: Hannes Sveinbjörnsson.
Skráning á æfingarnar fer fram í Frístundagátt Kópavogsbæjar.
Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á Facebooksíðu félagsins