Opnunarhátíð siglinga
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 06 júní 2018 00:15
Laugadaginn 9. júní, milli kl. 13:00 – 16:00, efnir Siglingafélagið Ýmir til opnunarhátíðar í Naustavörinni. Allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru velkomnir til að taka þátt í fyrsta siglingaviðburði sumarsins.
Hægt verður að róa árabátum og kajökum og sigla kænum. Upplagt að mæta og hitta félagana, þiggja veitingar og leika sér með krökkunum.