Keppni frestað í dag

Vegna þess að vindur hafði aukist stöðugt frá hádegi og var við efri mörk þegar við vorum að verða klár í fyrsta start og ásamt því að allir öryggisbátar voru þá komnir í björgunaraðgerðir var ákveðið að fresta keppni og senda keppendur í land.

 

Þessi ákvörðum er ekki auðveld að sögn keppnisstjóra en er tekin vegna þess að öryggi allra keppenda er alltaf í fyrsta sæti og það er ekki hægt að starta nema hafa tiltæka öryggisbáta. Þá má geta þess að stór hluti heimasíðu veðurstofunnar lá niðri seinni part dagsins.

 

Við áformum að skipta flotanum í tvennt í fyrramálið svo það verði auðveldara að eiga við aðstæður.Frá skipstjórafundi í dag

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar