Frá keppnisstjóra

Annar dagur af of miklum vindi á Íslandsmóti á kænum.

Gul viðvörun vegna vinds á faxaflóasvæðinu og inn á land strax í morgun sem var ekki í gærmorgun

Haldinn var fundur með formönnum félaganna sem voru að keppa kl 1300 í dag og var samdóma álit að það væri ekki mikið vit í að reyna við þessar aðstæður þar sem eingöngu næðist stuttur beitileggur í miklum kviðum, óstöðugum vindi og mikið af vindskiptum við slíkar aðstæður.

Það komu líka oft miklar kviður inní Ýmishöfn sem hefðu gert erfitt að sigla út úr höfninni án þess að velta

Það er nokkuð ljóst að veðurspá fyrir morgundaginn er svipuð eða verri og ólíklegt að við reynum að ræsa

Við ætlum að athuga hvort hægt sé að halda mót n.k. laugardag og sunnudag þótt það stangist á við kjölbátamót sem er afleitt og skapar einhvern mönnunarvanda sem þyrfti að leysa til að það gengi upp.

Kv Aðalsteinn

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar