Tilkynning um áramót 2019


Áramót kæna verður haldið 31. desember 2019
Siglingafélagið Ýmir
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans


Tilkynning um keppni


1. Reglur Keppt verður samkvæmt:
a. Kappsiglingareglum WS
b. Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c. Kappsiglingafyrirmælum mótsins

2. Auglýsingar Eftirfarandi takmarkanir eru á auglýsingum keppenda: Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té.

3. Þátttökuréttur Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL. Keppt verður í opnum flokki kæna og keppt eftir forgjöfum sem samþykktar hafa verið af SÍL.

4. Skráning Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 28. desember með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Taka þarf fram nöfn keppenda, seglanúmer og bátstegund, félag sem keppt er fyrir, kennitölu og símanúmer. Að auki skal gefa upp nafn og símanúmer forráðamanns ef keppandi er yngri en 18 ára.

5. Þátttökugjald Þátttökugjald er ekkert.

6. Tímaáætlun 31. desember:
Afhending/kynning kappsiglingafyrirmæla frá kl. 11:30 - 12:00
Skipstjórafundur kl. 12
Viðvörunarmerki kl. 12:55, miðað við GPS tíma hjá keppnisstjóra Sigldar verða ein til tvær umferðir. Ef sigldar verða 2 umferðir þá verða gefin 3 flaut 15-30 sekúndum á undan viðvörunarmerki á fyrir umferð 2.
Keppnir vera ekki ræstar ef vindur er undir 4 hnútum að meðaltali á keppnissvæði
samkvæmt mælingum keppnisstjórnar. Keppnir vera ekki ræstar ef vindur fer yfir 20 hnúta að meðaltali á keppnisvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar. Keppnisstjórn áskilur sér réttindi til að lækka þetta mark ef hitastig fer undir 10°C og eða ef öldur eru háar að mati keppnisstjóra. Keppnir verða ekki ræstar ef skyggni kemur í veg fyrir að keppnisstjórn geti haft yfirsýn yfir keppnissvæðið. Eftir keppni verður boðið uppá veitingar.

7. Kappsiglingafyrirmæli Siglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafund og/eða birt á heimasíðu Ýmis daginn áður.

8. Keppnissvæði Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans ef veður og hitastig leyfir.

9. Keppnisbraut Keppnisbraut verður lýst í kappsiglingafyrirmælum.

10. Stigakerfi Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.

11. Verðlaun Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.

12. Verðlaunaafhending Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni.

13. Ábyrgð Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

14. Frekari Upplýsingar Frekari upplýsingar fást hjá Aðalsteini, keppnisstjóra, í síma 693 2221 eða með tölvupósti This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar