Kranadagur að hausti 2021

Kranadagur verður laugardaginn 16. október kl. 12:00. Háflóð þennan dag verður kl. 15:48. Vegna þess að uppsátrið er hluti af Bláfánaverkefni Kópavogshafnar er mjög brýnt að allur frágangur kringum bátana sé mjög snyrtilegur og að haft sé samráð við hafnarvörðinn varðandi hitun í bátana. Öll spilliefni verða að fara í spilliefnagáminn.

Af tillitssemi við nágranna okkar er einnig mikilvægt að öll upphöl séu þannig frágengin að þau sláist ekki í möstrin í roki.

Umsjón með uppsátrinu hefur Hannes Sveinbjörnsson og er þeim sem hafa hug á að vera með báta í uppsátri bent á að hafa samband við hann áður. (  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .)

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar