Lokamót kjölbáta fór fram s.l. laugardag
- Details
- Skrifað mánudaginn, 12 september 2022 10:03
Lokamót kjölbáta var haldið laugardaginn 10 september. Á mótinu var sigld stutt braut á ytri höfninni í Reykjavík en síðan var sigld lengri braut umhverfis Gróttu og inn í Fossvog.
Seglbáturinn Dögun náði fyrsta sæti í fyrri hluta keppninar og var 42 sekúndum á undan Sif, sem var 48 sekúndum á undan Sigurborginni (eftir útreikning á forgjöf). Dögun varð síðan aftur í fyrsta sæti í seinni hluta keppninnar, tveimur mínútum á undan Sigurborg, sem var einni mínútum og fjörutíu sekúndum á undan Ísmolanum. Loka úrslit urðu því að Dögun náði fyrsta sætinu í keppninni, Sigurborg varð í öðru sæti en Sif í þrijða sæti.
Siglingafélagið Ýmir vill þakka þáttakendum fyrir góða keppni í lok vertíðarinnar og Siglingafélaginu Þyt fyrir dygga aðstoð við mótshaldið.