Lokamót kjölbáta - úrslit

Lokamót kjölbáta fór fram í dag. Ræst var við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn kl .10.00 í hægum andvara. Það voru sjö áhafnir sem tóku þátt í mótinu og skiluðu þeir sér í mark hjá Ými í Kópavogi um 2 klukkustundum síðar.
Keppnisstjórn var í höndum Ólafs Bjarnasonar, Péturs Jónssonar og Eyþórs Aðalsteinssonar.
Verðlaunaafhending fór fram í félagsheimili Ýmis kl. 13:00.
Hér til hliðar má sjá áhöfnina á Dögun, sigurvegara lokamóts
Úrslit
Bátur Seglanúmer Skipstjóri Félag Forgjöf Tími / Leiðrétt
Dögun ISL1782 Þórarinn Á Stefánsson Brokey 0.841 2:18:33 / 1:56:31
Ásdís ISL2217 Árni Þór Hilmarsson Þytur 0.825 2:56:47 / 2:01:06
Xena ISL2598 Aron Árnason Brokey 1.045 1:56:06 / 2:01:19
Icepick 1 ISL001 Rúnar Steinsen Þytur 0.942 2:10:21 / 2:02:47
Sigurvon ISL9839 Ólafur Mar Ólafsson Brokey 0.946 2:14:07 / 2:06:52
Lilja ISL2720 Arnar Freyr Jónsson Brokey 0.977 2:12:36 / 2:09:33
Ögrun ISL9800 Niels Chr Nielsen Brokey 1.005 2:10:10 / 2:10:49

 

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar