Tilkynning vegna lokamóts

Vegna slæmrar veðurspár fyrir laugardag sendir keppnisstjórn lokamóts frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Veðurspá fyrir laugardag lítur ekki vel út, ef ekki viðrar til keppni á laugardag mun keppnin færast yfir á sunnudag. Við munum fylgjast með spám áfram og senda frá okkur aðra tilkynningu annað kvöld ef eitthvað skýrist frekar. Ef ljóst þykir þá að ekki verði veður til siglinga á laugardag áskilur keppnisstjórnin sér rétt til að senda frá sér frestunartilkynningu.

Eins og er er sem sagt gert ráð fyrir að keppnin fari fram á laugardag en sunnudagur til vara.

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar