Lokun í Reykjavíkurhöfn á menningarnótt

Laugardaginn 23.08.2014 mun svæðið fyrir innan rauðulínurnar í kringum Faxagarðinn (sjá meðfylgjandi kort) verða lokað fyrir allri báta og skipaumferð á meðan að flugeldasýningu stendur.


Lokunin tekur gildir frá kl 22:50 til 23:20 eða 5 mín eftir að sýningunni er lokið.

 

Það verður eftirlitsbátur frá Landhelgisgæslunni á svæðinu með hlustvörslu á rás 16 og 12 ásamt bátum frá Landsbjörgu.

 

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mun einnig senda út tilkynningu til sjófarenda með reglulegu millibili í gegnum VHF.

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar