Áramót fór fram í gær

Hið árlega áramót fór fram í gær gamlársdag. 10 keppendur mættu til leiks á 7 bátum að þessu sinni og sigldu stutta braut í ágætu veðri.
Áður en keppni gat hafist hjálpuðust keppendur að við að moka leið frá húsinu að rampi til að hægt væri að sjósetja báta.
Fjöldi siglingamanna kom einnig og fylgdist með keppninni.
Siglingafélagið Ýmir óskar félögum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs árs 2012.
Úrslit:
1 Hilmar Laser R 1106 09:04 08:11
2 Hulda Laser 4,7 1175 10:08 08:37
3 Óli Már Topper T 1200 10:24 08:40
4 Áki Laser 1082 09:27 08:44
5 Gunnar og Gunnar Topper T 1200 10:41 08:54
6 Aðalsteinn og Eyþór 29er 924 09:05 09:49
7 Siggi og Davíð Topper T 1200 13:30 11:15
AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar