Frygg tekin í gegn

Nú er verið að gera Yngling bátinn "Frygg" í stand. Það er félagi okkar Viðar Erlingsson sem hefur haft veg og vanda af verkinu. Hann pússaði bátinn allann upp og er nú búinn að lakka hann. Til stendur að fá á bátinn nýtt mastur fyrir sumarið og verður gaman að fá þennan fallega bát á flot aftur. Yngling báturinn mun þá bætast við leigu- og kennsluflota félagsins

Viðbótar upplýsingar