Vorverkin

Nú styttist í sumarið og tími vorverkanna. Hjá okkur í Ými er að sjálfsögðu einnig komið að undirbúningi sumarkomu. Duglegir félagar hafa í vetur tekið til hendinni og massað annan Secret bátinn okkar, Sigyn. Nú þarf að fara að taka botninn í gegn og fara í gegnum búnað. Þá hefur Ynglinginn okkar, Frygg verið máluð.

Við munum hittast á fimmtudagskvöldum fram á vor og eru allir félagar og aðrir áhugasamir að sjálfsögðu velkomnir, hvort sem er til að taka til hendinni eða bara spjalla yfir kaffibolla. Við verðum á svæðinu frá kl. 18 og eitthvað fram eftir.

Viðbótar upplýsingar