Kænuæfingar hafnar

Æfingatímabilið hjá okkur er formlega hafið en fyrsta æfing sumarsins var í dag. Næsta æfing er svo á morgun en dagskráin þessa vikuna er þessi:

Miðvikudagur kl. 17-19
Föstudagur kl. 17-19

Á laugardag verður smá æfingakeppni, nánari upplýsngar veittar á æfingum

Í næstu viku fer síðan hefðbundið æfingaplan í gang en æft verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:30 til 19:00

Fyrsta kænumót sumarsins verður 2. júní, það er Opnunarmót kæna sem haldið verður hjá okkur.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta á æfingatíma og skrá sig.

 

Viðbótar upplýsingar