Glæsilegur hópur frá Ými á Íslandsmóti


Keppendur Ýmis ásamt þjálfara


Íslandsmót kæna fór fram um síðustu helgi. Mótið var haldið á Skerjafirði og var í umsón nágranna okkar í Brokey. Átta keppendur frá Ými tóku þátt í mótinu og var árangur þeirra ágætur.

Búi Fannar Ívarsson, 3. sæti Optmist A
Ýmir Guðmundsson, 5. sæti Optimist A
Gunnar Bjarki Jónsson, 6. sæti Optimist A
Ævar Freyr Eðvaldsson, 4. sæti Laser Standard
Huldar Hlynsson, 4. sæti Laser Radíal
Baldvin Ari Jóhannesson, 4. sæti Laser Radíal
Aðalsteinn Jens Loftsson og Eyþór Pétur Aðalsteinsson, 1. sæti Opinn flokkur

Keppnin var afar erfið en mikill vindur var báða mótsdagana. Sex umferðir náðust á laugardegi en á sunnudeginum var keppni blásin af vegna of mikils vinds.

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar