Öryggi við höfnina

Neyðaráætlun

Slys eða bruni á hafnarsvæði
Hvers konar slys eða bruna sem kann að verða á hafnarsvæði skal tilkynna til neyðarlínu í síma 112. Upplýsa skal hafnarvörðu um slys eða bruna á hafnarsvæði.

Mengunaróhöpp á hafnarsvæði
Hafnarvörður skal tilkynna hafnarstjóra ef mengunaróhapp verður á hafnarsvæði. Hafnarstjóra ber að fara eftir lögum nr. 37/2004, Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda.

Aðgerðaáætlun
Aðgerðaáætlun til að vernda fólk í og við höfnina og flytja á brott segir til um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar slyss í og við Fossvogshöfn. Markmiðið er að tryggja skipulögð viðbrögð við slysum í höfninni. Að þolendur slysa berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Aðgerðaáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð.

 • Meta aðstæður – hve margir eru slasaðir eða týndir.
 • Meta hættuástand.
 • Koma af stað viðeigandi viðbrögðum – hringja í 112, kveikja á brunaboða, meta ástand slasaðra.
 • Lágmarka alla hættu áður en haldið er áfram.
 • Safna fólki saman á söfnunarsvæði – nafnakall.
 • Tilkynna hafnarverði  og hafnarstjóra.
 • Tilkynna skal foreldrum/forráðamönnum um slys á börnum. Skilgreina söfnunarsvæði aðstandenda.
 • Eins fljótt og auðið er skal senda fréttatilkynningu til fjölmiðla ef þörf þykir.
 • Bjóða öllum áfallahjálp sem það kjósa.

Öryggi við höfnina

 • Leggðu staðsetningu slökkvi- og björgunarbúnaðar vel á minnið
 • Hugaðu að eldhættu og ekki tendra eld nálægt eldsneyti
 • Dragið úr siglingahraða innan hafnarinnar
 • Klæðið börn ávalt í björgunarvesti
 • Stýrið aldrei bát undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna

Upplýsingaskilti um öryggismál

 • Hættulegur og eldfimur úrgangur fer í þar til gerð ílát fyrir utan hús
 • Við áfylling á eldsneytisgeyma skal alltaf gæta fylgsta öryggis
 • Bann er við opnum eldi og flugeldum við höfnina
 • Gæta skal ýtrustu varkárni við rafmagnsúttök við höfnina
 • Ekki má synda í höfninni
 • Slökkvibúnaður er staðsettur við stiga á efri hæð og við báða búningsklefana á neðri hæð inni í húsi. Slökkvitæki er í öllum bátum.
 • Skyndihjálparbúnaður er á skrifstofu á fyrstu hæð og í bátum
 • Björgunarbúnaður er við höfnina og inni í húsi.
 • Almennar leiðbeiningar um öryggismál má finna á heimasíðu Rauða kross Íslands http://www.raudikrossinn.is/
 • Hringið í 112 ef slys eða eldur kemur upp.

 

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar