Bátakostur
Topper Topaz
![]() |
Topper Topaz eru nýjustu bátarnir í flota Ýmis. Um er að ræða þrjá tveggja manna báta sem ætlaðir eru fyrir unglinga. Þeir hafa stórsegl, fokku og spinaker og geta því verið mjög fjörugir, upplagt fyrir félaga að sigla saman á þessum báti. Hægt er að vera aðeins með stórsegl og bæta síðan við seglum eftir því sem maður lærir betur á bátinn. |
Optimist
![]() |
Optimist er góður kennslubátur fyrir krakka á aldrinum 8 til 15 ára. Haldin eru námskeið á sumrin þar sem kennd eru undirstöðuatriði siglinga auk þess sem báturinn er notaður við þjálfun og keppni allt til 15 ára aldurs. Félagið hefur yfir að ráða sextán bátum til kennslu og æfinga þar af eru sex nýlegir keppnishæfir bátar. |
Laser
![]() |
Laser er mjög góður og útbreiddur keppnisbátur sem er m.a. notaður á Ólympíuleikum. Báturinn er notaður af eldri iðkendum félagsins auk þess sem hann er notaður við fullorðiskennslu. Laser er eins manns bátur. Félagið er með fimm Laser báta, tvo ágæta keppnisklára báta og þrjá eldri báta til æfinga. Þá eru til auk venjulegra segla bæði Radial segl og 4,7 sem ætluð eru léttari siglurum. |
Yngling
![]() |
Einn Yngling bátur er í eigu félagsins, báturinn er opinn kjölbátur 21 fet að lengd og ber nafnið Frygg. Báturinn hefur bæði verið notaður til kennslu og útleigu. Þessi bátur hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en nú er verið að gera bátinn upp og verður hann aftur tekinn í notkun í sumar. |
Secret 26
![]() |
Ýmir á einn Secret 26 feta kjölbát sem notaður er bæði til kennslu og keppni. Hann ber nafnið Sif. Á sumrin eru haldin námskeið fyrir fullorðna á þennan bát og geta fimm nemendur verið á honum ásamt kennara. |