Eldri fréttir
Íþróttahátíð Kópavogs
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 05 janúar 2011 00:00
Í gærkvöldi var íþróttafólk úr Kópavogi heiðrað fyrir góðan árangur á síðasta ári. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu fyrir árangur á árinu var Gunnar Bjarki Jónsson.
Árangur Gunnars á árinu var afar góður þrátt fyrir að hafa aðeins æft siglingar í eitt ár. Hann tók þátt í tveimur mótum, Miðsumarmóti kæna og Íslandsmóti kæna og lenti í öðru sæti í sínum flokki á báðum þessum mótum.
Þessi viðurkenning er í raun viðurkenning fyrir alla okkar iðkendur sem stóðu sig allir frábærlega og eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Til hamingju strákar!