Eldri fréttir

Amælishátíðin vel sótt

Fjölmenni mætti á afmælishátíð Ýmis s.l. föstudag. Félaginu vour færðar gjafir og afhjúpaður var koparskjöldur með nöfnum stofnenda félagsins.
Kópavogsbæri og UMSK færðu félaginu peningagjafir til að nota í félagsaðstöðuna, þá færði Þytur í Hafnarfirði félaginu forláta veðurstöð og Brokey áletraðann skjöld. Auk þess bárust blóm, m.a. frá Nökkva á Akureyri og Siglingadeild Snæfells.
10 af 14 stofnfélögum mættu og var ein þeirra Valgerður Jónsdóttir veislustjóri ásamt Kjartani Sigurgeirssyni. Valgerður sagði frá fyrsta starfsári félagsins í máli og myndum við góðar undirtektir.

Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð:


Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri afhendir formanni Ýmis gjöf frá Kópavogsbæ


Valdimar Leó Friðriksson formaður UMSK afhenti Kjartani Sigurgeirssyni og Margréti Björnsdóttur starfsmerki UMSK


Valdimar færði félaginu gjafabréf og blóm frá UMSK


Kristján Sigurgeirsson formaður Brokeyjar færði félaginu áletraðann skjöld


Það var margt um manninn í afmælinu


Það var margt um manninn í afmælinu


Veislustjórarnir Kjartan Sigurgeirsson og Valgerður Jónsdóttir


Formaður sker fyrstu sneið af afmælistertunni


Stofnfélagar stilla sér upp til myndatöku:
Efri röð; Benedikt Lovdahl, Stefán Hans Stephensen, Ásgeir Ásgeirsson, Fanney Fjóla, Kjartan Jarlsson,
Steinn Steinsen, Bjarni Jarlsson
Neðri röð; Jóhanna Ingunn Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Sigurjón Ingi Hilariusson, Rúnar Steinsen


Skjöldurinn sem afhjúpaður var

Viðbótar upplýsingar