Eldri fréttir

Óveður

Óveður gekk yfir landið í dag og urðu nokkrir bátar á stæðinu hjá Ými fyrir tjóni. Annar Secret bátur félagsins tókst hreinlega á loft og fauk á hinn sem síðan valt á Sigurborgina.
Þá fauk svissneska skútan Chamade af undirstöðu sinni og hallar nú undir flatt.
Það ætti ekki að skapast frekara tjón enda mesta veðrið gengið niður en það þarf að koma bátunum í körfur sínar. Við munum fara í verkið á morgun mánudag kl. 16:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í björgunaraðgerðum.

Viðbótar upplýsingar