Eldri fréttir
Sumaræfingar
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 04 maí 2011 21:50
Nú er loksins hægt að fara að huga að siglingastarfinu. Það má segja að apríl mánuður hafi blásið frá okkur en það var engann vegin forsvaranlegt að hefja æfingar í veðurlaginu sem þá gekk yfir okkur. Þar að auki lentum við í tjóni þegar báðir kjölbátar félagsins fuku hreinlega og urðu fyrir nokkrum skaða ásamt tveimur bátum sem eru í einkaeign.
Vinna stjórnarinnar hefur að mestu farið í björgunarstörf og að koma af stað viðgerðum.
En nú rofar til og ætlum við að hefja kænuæfingar næsta fimmtudag, 12. maí kl. 17:00 og verðum síðan á fimmtudögum þangað til æfingum verður fjölgað í þrjár um mánaðarmótin maí - júní.