Eldri fréttir
Sumarið komið
- Details
- Skrifað fimmtudaginn, 12 maí 2011 22:24
Í dag var mikið um að vera hjá Ými. Fjórar skútur settar í sjó og fyrsta æfing sumarsins hjá æfingahóp félagsins.
Það var hálf napurt eftir hlýindi síðustu daga þegar fjórar skútur voru hífðar í sjó laust eftir hádegi í dag. Þó hlýnaði aðeins með deginum og um kl. 17 hófst kænuæfing, sú fyrsta í sumar.