Eldri fréttir

Aðalfundur Ýmis

  • Prentvæn útgáfa

Aðalfundur Ýmis fór fram Í gærkvöldi. Birgir Ari Hilmarsson, formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar fyrir nýliðið ár. Í skýrslu stjórnar var farið yfir starfsemi síðasta árs, fram kom í skýrslu stjórnar að starfsemi félagsins hefur aukist mjög á milli ára. Því miður tókst ekki að leggja fram endurskoðaða reikinga félagsins en gjaldkeri lagði fram ársreikning sem eftir á að undirrita af skoðunarmönnum. Veltuaukning milli ára er talsverð og rektrarniðurstaða jákvæð. Samþykkt var að reikningarnir verða lagðir fyrir aukaaðalfund sem haldinn verður n.k. miðvikudag, 9 febrúar kl. 20:00 á sama stað

Á fundinum var kjörin stjórn:

Formaður til eins árs
Birgir Ari Hilmarsson

Stjórnarmenn til tveggja ára:
Aðalsteinn Jens Loftsson
Pétur Jónsson

Varastjórn til eins árs
Margrét Björnsdóttir
Guðmundur Þorsteinsson
Friðrik Hafberg

Áfram sitja frá fyrra ári þeir Ólafur Sturla Hafsteinsson og Kjartan Sigurgeirsson.

Þá var kosið í nefndir og fulltrúar á Siglingaþing.
Samþykkt var tillaga um að 2.500 króna félagsgjald haldist óbreytt.

Skýrsla stjórar

AddThis Social Bookmark Button