Opnunarmót kæna 2017

Siglingafélagið Ýmir heldur Opnunarmót kæna 2017. Mótið fer fram á svæði félagins laugardaginn 27. maí n.k.

Tilkynning um keppni

Tilkynning um keppni

1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a.Kappsiglingareglum World Sailing (RRS)
b.Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c.Kappsiglingafyrirmælum mótsins

2. Auglýsingar
Eftirfarandi takmarkanir eru á auglýsingum keppenda:
Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té.

3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt kappsiglingafyrirmælum SÍL.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst:
a.Optimist
b.Laser Standard
c.Laser Radial
d.Laser 4,7
e.Topper Topaz
f.Opnum flokki með forgjöf frá SÍL

4. Þátttökugjald
Þátttökugjald á hvern keppanda er kr. 2.000.
Gjaldið hækkar í kr. 2.500 ef skráning berst eftir 21:00 þann 23. maí.
Greiða skal keppnisgjald inná bankareikning Siglingafélagsins Ýmis, bankareikningur 536-26-6634 Kennitala: 470576-0659 og senda staðfestingu á greiðslu á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda staðfestingu á greiðslu t.d. með viðhengi með skráningu.

5. Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 þriðjudaginn 23. maí með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Taka þarf fram nöfn keppenda, seglanúmer, bátstegund og félag sem keppt er fyrir.
Þó er hægt að skrá allt fram til kl 9:00 á keppnisdegi, en þá hækkar þátttökugjald samkvæmt 4. grein.

6. Tímaáætlun
27. maí:
Afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 9:00 - 9:30
Skipstjórafundur kl. 9:30
Viðvörunarmerki fyrir fyrstu keppni kl. 10:25
Ekki verður ræst eftir kl. 16:00
Keppnir vera ekki ræstar ef vindur er undir 4 hnútum að meðaltali á keppnissvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar.
Keppnir vera ekki ræstar ef vindur fer yfir 25 hnúta að meðaltali á keppnisvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar.
Keppnisstjórn áskilur sér réttindi til að lækka þetta mark ef hitastig fer undir 10°C og eða ef öldur eru háar að mati keppnisstjóra.
Keppnir verða ekki ræstar ef skyggni kemur í veg fyrir að keppnisstjórn geti haft yfirsýn yfir keppnissvæðið.
Eftir keppni verða veitingar sem eru innifaldar í þátttökugjaldi


7. Kappsiglingafyrirmæli
Siglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafund.


8. Keppnissvæði
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans.


9. Keppnisbraut
Keppnisbraut verður lýst í kappsiglingafyrirmælum.


10. Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum (RRS).
Ef kepptar verða þrjár eða færri umferðir, reiknast allar til stiga, annars kastar hver keppandi sinni lökustu keppni.


11. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki.


12. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis strax og úrslit verða ljós að lokinni síðustu umferð mótsins.


13. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4 í RRS, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.


14. Öryggisbátar
Óskað er eftir því að siglingaklúbbar sem sem senda börn yngri en 18 ára leggi til að minnsta kosti einn öryggisbát. Öryggis- og gæslubátar skulu halda sig í hæfilegri fjarlægð frá keppendum og mega ekki hafa samskipti við keppendur á meðan á keppni stendur nema keppandi þurfi á aðstoð að halda.


15. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá keppnisstjóra, Ólafi Bjarnasyni, í síma 865 9717 eða með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Siglingafélagið Ýmir
Naustavör 20, pósthólf 444, 202 Kópavogur
Sími: 554 4148
Kennitala: 470576-0659
Banki: 536-26-6634
Vefsíða: www.siglingafelag.is

Viðbótar upplýsingar