Aðalfundur 2012

Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar n.k. í félagsaðstöðunni við Naustavör og hefst hann kl. 20:00.

Boðið verður upp á kaffiveitingar í fundarhléi.

Dagskrá aðalfundar

1. Setning.
2. Kosnir fastir starfsmenn fundarins.
3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
5. Nefndir gefa skýrslu, ef það á við.
6. Umræða um skýrslur. Afgreiðsla reikninga.
7. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
8. Lagabreytingar.
9. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum.
10. Kosning stjórnar skv. 7. gr.
11. Kosið í fastar nefndir skv. 9. gr. og fulltrúar á UMSK og SÍL þing.
12. Félagsgjald og önnur gjöld ákveðin.
13. Önnur mál.
14. Fundargerð (tekin afstaða til lestrar eða annarrar afgreiðslu).
15. Fundarslit.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um störf og stefnu félagsins.

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar