Aðalfundur fór fram í gær

Aðalfundur Ýmis 2012 fór fram í gærkvöldi undir öruggri stjórn Tryggva Magnúsar Þórðarsonar. Að venju lagði formaður fram skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár. Gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum sem voru ekki undirritaðir af skoðunarmönnum og var samþykkt að vísa afgreiðslu þeirra til aukaaðalfundar sem halda skal 16. febrúar.

Formaður var kjörinn Birgir Ari Hilmarsson. Stjórnarmenn til tveggja ára voru kjörnir þeir Ólafur Sturla Hafsteinsson og Kjartan Sigurgeirsson. Í varastjórn voru kjörin Margrét Björnsdóttir, Friðrik Hafberg og Hlynur Hreinsson.

Eftirfarandi nefndir voru kjörnar:

Mótanefnd:
Friðrik Hafberg
Tryggvi Magnús Þórðarson
Kjartan Sigurgeirsson

Barna- og unglinganefnd
Aðalsteinn Jens Loftsson
Ágúst Sigurjónsson
Hlynur Hreinsson

Bryggjunefnd
Pétur Jónsson
Axel Wolfram
Sigurón Hjartarson

Húsnefnd
Margrét Björnsdóttir
Gunnar Gunnarsson
Birgir Ari Hilmarsson

Bátanefnd
Viðar Erlingsson
Hannes Sveinbjörnsson
Ólafur Bjarni Bjarnason

Skoðunarmenn reikninga
Tryggvi Magnús Þórðarson
Smári Smárason

Að loknu kaffihléi tók til máls Anna Kristófersdóttir frá SÍL og greindi frá viðurkenningarferli siglingafélaga sem er nú á döfinni hjá SÍL, stefnar er síðan sett á að SÍL fái viðurkenningu ISAF og þar með þau félög sem öðlast hafa viðurkenningu SÍL. Til að öðlast þessa viðurkenningu þarf að vinna talsvert í innra skipulagi félagsins.

Framhaldsaðalfundur verður haldinn 16. febrúar kl. 20:00

Skýrsla stjórnar:AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar