Góð mæting á fræðslukvöld

Vel var mætt á fræðslukvöld Ýmis sem haldið var í kvöld. Tveir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir sem fjölluðu annars vegar um veðurfræði og hins vegar um siglingar í Miðjarðarhafi.

Sigurður Jónsson veðurfræðingur flutti fróðlegan fyrirlestur um veðurfræði, hann fléttaði á skemmtilegan hátt ferðalag Aríu frá Þýskalandi til Íslands og þau veðurkerfi sem þá vour í loftinu.

Markús Pétursson sagði síðan frá í máli og myndum, ferðalagi sem hann fór með fjölskylduna héðan og niður í Miðjarðarhaf. Þau voru á ferð í 13 mánuði og dvöldu megnið af tímanum við Mallorka.

Það var gaman hvað vel var mætt en um 50 manns mættu og er alveg víst að félagið mun halda þessum fræðslukvöldum áfram.

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar