Góður miðvikudagur

Það var vel mætt á þriðja félagskvöld Ýmis. Báðir Secret bátarnir, Sif og Sigyn fóru út ásamt 29er. Secretarnir fóru skerjahring og var ágætist veður, það koma að vísu góður regnskúr og í lokin lægði verulega en þátttakendur létu vel að siglingunni þegar í land var komið. Félagskvöldin eru vikuleg en aðstaðan og bátakostur er opinn öllum félagsmönnum á miðvikudögum milli 17 og 21.

Meðfylgjandi mynd tók Eyþór Aðalsteinsson sem var með gæslu á svæðinu í kvöld

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar