Flottur hópur á æfingabúðum

Það var flottur hópur frá Ými sem sótti æfingabúðir SÍL í síðustu viku. Æfingabúðirnar voru haldnar í Stykkishólmi að þessu sinni. Þjálfarar félaganna ásamt Önnu Kristófersdóttur fæðslustjóra SÍL og Tom Wilson frá Rocley Sailing sáu um þjálfun sem stóð frá mánudegi til föstudags. Á laugardag var síðan haldin keppni.

Frá okkur mættu 6 þátttakendur ásamt Ólafi Víði þjálfara auk foreldra sem tóku virkan þátt. Þrír af okkar keppendum unnu til verðlauna en það voru Búi Fannar Ívarsson sem varð í öðru sæti í Optimist A flokki, Ýmir Guðmundsson sem vrð þriðji í sama flokki og Huldar Hreinsson sem varð í þriðja sæti Laser 4.7.

Á myndinn að ofan má sjá þáttakendur Ýmis: Búa, Huldar, Ými, Gauk, Baldvin og Gunnar

Fyrir neðan er Optimistfloti á siglingu við Stykkishólm

 

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar