Lokamót kæna 2018
- Details
- Skrifað fimmtudaginn, 02 ágúst 2018 02:18
Lokamót kæna fer fram laugardaginn 25. ágúst n.k. á félagssvæði Ýmis.
Stefnt er að keppni í eftirfarandi flokkum:
1. Optimist
2. Laser 4,7
3. Laser radial
4. Laser standard
5. Topper Topaz
6. Opnum flokki samkvæmt forgjöf frá SÍL
Nánari upplýsingar er að finna tilkynningu um keppni sem má nálgast hér
Opnunarhátíð siglinga
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 06 júní 2018 00:15
Laugadaginn 9. júní, milli kl. 13:00 – 16:00, efnir Siglingafélagið Ýmir til opnunarhátíðar í Naustavörinni. Allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru velkomnir til að taka þátt í fyrsta siglingaviðburði sumarsins.
Hægt verður að róa árabátum og kajökum og sigla kænum. Upplagt að mæta og hitta félagana, þiggja veitingar og leika sér með krökkunum.
Siglingaæfingar Ýmis fyrir 8 til 15 ára börn
- Details
- Skrifað laugardaginn, 21 apríl 2018 20:09
Markmiðið með æfingunum:
Þátttakendur eru þjálfaðir í að sigla Optimist, Topper og Laser bátum félagsins.
Tímasetningar:
Æfingarnar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 16.15 - kl. 19.00. Þrír starfsmenn Ýmis verða á æfingunum; þjálfari, aðstoðar-þjálfari og fulltrúi Ýmis.
Æfingatímabil/ æfingagjald:
Boðið verður upp á 11 vikna æfingatímabil frá 11. júní - 17. ágúst sem kostar kr. 30.000. Frístundastyrk Kópavogsbæjar er hægt að nýta á 11 vikna námskeiðið.
Einnig er boðið upp á hálft æfingatímabil, sem kostar kr. 15.000. Ekki er hægt að nýta frístundastyrkinn fyrir hálft tímabil. Hámarksfjöldi á æfingunum er að jafnaði 12 börn. Systkinaafsláttur er 20% (24.000 og 12.000).
Umsjónarmaður: Hannes Sveinbjörnsson.
Skráning á æfingarnar fer fram í Frístundagátt Kópavogsbæjar.
Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á Facebooksíðu félagsins
Kranadagur
- Details
- Skrifað mánudaginn, 02 apríl 2018 13:30
Laugardaginn 28. apríl er fyrirhugaður kranadagur hjá Ými. Kraninn mætir kl. 16:00 og eru eigendur báta sem eru á plani félagsins beðnir um að hafa báta sína klára til sjósetningar þegar kraninn mætir.
Frá aðalfundi Ýmis 2018
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 21 febrúar 2018 23:20
Aðalfundur Ýmis var haldinn þann 31. janúar sl. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn félagsins:
Hannes Sveinbjörnsson, formaður
Sigríður Ólafsdóttir, varaformaður
Þorsteinn Aðalsteinsson, gjaldkeri
Ólafur Bjarnason, ritari
Atli Freyr Runólfsson, meðstjórnandi
Varastjórn:
Jenna Granz
Jóhannes Smári Ólafsson
Hér má sjá fundargerð aðalfundar