Sumarmót kjölbáta 2011

9. - 10. júlí 2011
Siglingafélagið Ýmir

Siglingafyrirmæli

1. Reglur

Keppt verður samkvæmt:

  1. Kappsiglingareglum ISAF
  2. Kappsiglingafyrirmælum SÍL

2. Tilkynningar til keppenda

Tilkynningar til keppenda verða birtar á tilkynningatöflu mótsstjórnar. Taflan er fyrir framan herbergi mótsstjórnar á neðri hæð félagsheimilis Ýmis.

3. Breyting á siglingafyrirmælum

Breytingar á siglingafyrirmælum verða birtar fyrir klukkan 09:00 daginn sem þær taka gildi. Nema breytingar á dagskrá verða birtar fyrir klukkan 20:00 daginn áður en þær taka gildi.

4. Dagskrá keppna

9. júlí:

Skipstjórafundur kl. 9:00
Fyrsta viðvörunarmerki 9:55
Stefnt er að þremur umferðum.
Ef ekki næst að keppa neina umferð þá verður varadagur notaður.

10. júlí:

Varadagur

5. Flagg

Viðvörunarflagg verður hvítt með merki Ýmis.

6. Keppnissvæði

Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans.

7. Keppnisbrautir

Teikningar í viðhengi 1 sýna brautir, ásamt nokkurn veginn horni milli leggja, röð sem fara skal fyrir merki og hvoru megin skuli fara við þau. Hafa skal allar baujur á bakborða.

Númer brautar sem á að sigla í hverri umferð verður tilkynnt á rás 6 fyrir viðvörunarmerki hennar. Nái bátur ekki sendingunni getur hann haft samband við keppnisstjórn.

8. Merki

Merki 1 og 2 verða stórir appelsínugulir belgir. Merki 3 verður rautt og mjótt.

9. Ræsing

  1. Keppnin verður ræst samkvæmt reglu 26 með viðvörunarmerki 5 mínútum fyrir rásmerki
  2. Ráslína verður milli keppnisstjórabáts (frá stað sem merktur verður með appelsínugulu flaggi) og gulrar bauju með gulu flaggi.

10. Endamark

Marklína verður sama og ráslína.

11. Tímamörk

Bátur sem ekki hefur farið yfir marklínu 45 mínútum eftir að fyrsti bátur kemur í mark telst ekki hafa lokið keppni (DNF) án kærumeðferðar. Þetta breytir reglu 35, A4 og A5.

12. Kærur og beiðnir um leiðréttingar

Frestur til að kæra eða biðja um leiðréttingar verður 60 mínútur eftir að síðasti bátur hefur klárað keppni. Þetta breytir reglum 61,3 og 62,2.

13. Stigagjöf

Stigagjöf verður samkvæmt lágstigakerfi í viðauka A (RRS).

14. Öryggisreglur

Bátur sem hættir keppni skal láta keppnisstjórn vita um leið og hægt er.

Sími keppnisstjóra er 898 0855.

15. Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin og miðað við sex í áhöfn.

16. Samskipti

Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Keppnisstjórn notar rás 6 til samskipta. Sími keppnisstjóra er 898 0855.

17. Ábyrgð

Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.


Viðauki 1

Braut 1: Start – 1 – 2 - mark

(mynd 1)

Braut 2: Start – 1 – 3 – mark

(mynd 2)


AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar