Kappsiglingafyrirmæli Lokamóts

Lokamót kjölbáta

7. september 2013

Kappsiglingafyrirmæli

1.             Reglur

Í gildi eru Alþjóða kappsiglingareglurnar 2013-2016,  Kappsiglingafyrirmæli SÍL, (nema því sem kann að verða breytt með kappsiglingafyrirmælum þessum) og Kappsiglingafyrirmæli þessi.

2.             Tilkynningar til keppenda

Tilkynningar til keppenda verða gefnar munnlega á skipstjórafundi.

3.             Tímaplan

Skipstjórafundur: 7. sept kl. 09:00.

Aðvörunarmerki: 7. sept kl. 09:55.

Náist ekki að ræsa keppni þann 7. september getur keppni verið frestað til sunnudags.

4.             Keppnisbraut

Keppt verður frá Reykjavíkurhöfn og inn á Fossvog móts við félagsheimili Ýmis.

Hafa skal eftirfarandi baujur á bakborða:

Akureyjarbauja, Suðurnes, Lambastaðasker og Hólmur

Hafa skal eftirfarandi bauju á stjórnborða:

Kerlingasker

Ráslína og endamark verður gefið upp á skipstjórafundi.

5.            Forgjöf
Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi fyrir alla báta.

6.             Ræsing

Keppnir verða ræstar samkvæmt reglu 26 í alþjóða kappsiglingafyrirmælunum.

Merkjagjöf verður þessi:

5 mín fyrir start   Merkjaflagg D upp             Hljóðmerki

4 mín fyrir start   Merkjaflagg P upp             Hljóðmerki

1 mín fyirr start   Merkjaflagg P niður           Hljóðmerki

Start                      Merkjaflagg D niður          Hljóðmerki

Afturköllun einstakra báta sem og allsherjar afturköllun verður gerð samkvæmt reglu 29 í Alþjóða kappsiglingareglunum

.

7.             Kærur

Kærur skulu vera skriflegar á sérstöku eyðublaði sem fæst hjá keppnisstjórn. Þeim skal skilað til keppnisstjóra innan 60 mínútna frá því að síðasti bátur lauk síðustu umferð keppnisdags.

9.             Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin og miðað við sex í áhöfn.

10.          Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart  tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

11.          Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis strax og úrslit eru ljós.

12.          Breytingar

Keppnisstjóri áskilur sér rétt til að gera munnlegar breytingar á fyirmælum þessum og verða þær þá gefnar út á skipstjórafundi.

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar