Kappsiglingafyrirmæli Íslandsmóts kjölbáta 2012
Kappsiglingafyrirmæli fyrir Íslandsmót kjölbáta
17.-19. ágúst 2012
1. Reglur
Í gildi eru Alþjóða kappsiglingareglurnar 2009-2012, Kappsiglingafyrirmæli SÍL, (nema því sem kann að verða breytt með kappsiglingafyrirmælum þessum) og Kappsiglingafyrirmæli þessi.
2. Auglýsingar
a.Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða kappsiglingareglunum
b.Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa að sýna á bátum eða búnaði
3. Tilkynningar til keppenda
Tilkynningar til keppenda verða birtar á tilkynningatöflu í bátageymslu Ýmis við Naustavör.
4. Tímaplan
Skipstjórafundur 17. ágúst kl.16:00. (2 umferðir)
Skipstjórafundur 18. ágúst kl. 09:00. (4 umferðir)
Skipstjórafundur 19. ágúst kl. 12:00. (til vara)
5. Brautir
Upplýsingar um brautir verða gefnar samkvæmt viðauka 1.
6. Forgjöf
Bátar skulu hafa gilda IRC forgjöf
7. Ræsing
Keppnir verða ræstar samkvæmt reglu 26 í alþjóða kappsiglingafyrirmælunum.
Merkjagjöf verður þessi:
5 mín fyrir start Merkjaflagg D upp Hljóðmerki
4 mín fyrir start Merkjaflagg P upp Hljóðmerki
1 mín fyirr start Merkjaflagg P niður Hljóðmerki
Start Merkjaflagg D niður Hljóðmerki
Afturköllun einstakra báta sem og allsherjar afturköllun verður gerð samkvæmt reglu 29 í Alþjóða kappsiglingareglunum
Ekki verður ræst eftir kl. 16:00 á sunnudegi og telst mótinu því lokið á þeim tíma þó ekki hafi náðst að sigla áætlaðan fjölda umferða.
8. Samskipti
Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Keppnisstjórn notar rás 6 til samskipta.
9. Kærur
Kærur skulu vera skriflegar á sérstöku eyðublaði sem fæst hjá keppnisstjórn. Þeim skal skilað til keppnisstjóra innan 60 mínútna frá því að síðasti bátur lauk síðustu umferð keppnisdags.
10. Stigakeppni
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.
Minnst fimm umferðir skulu reiknaðar til stiga, verði sigldar fleiri umferðir kastar hver keppandi sinni lökustu keppni.
11. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin ásamt því að sigurvegarinn hlýtur farand-bikar og nafnbótina “Íslandsmeistari kjölbáta 2012”
12. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
13. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis kl. 16:00 sunnudaginn 19. ágúst.
14. Breytingar
Keppnisstjóri áskilur sér rétt til að gera munnlegar breytingar á fyirmælum þessum og verða þær þá gefnar út á skipstjórafundi. Og settar á tilkynningatöflu strax að fundi loknum