Námskrá fyrir hásetanáskeið

Verklegt námskeið fyrir hæfa háseta á skemmtibátum.

Allir þátttakendur þurfa að hafa fulla þekkingu á námsefninu í lok námskeiðsins.

  1. Þekking hugtökum til sjós og hlutum bátsins svo sem reiða og seglum.
    Næga þekkingu til að skilja skipanir varðandi siglingu og meðhöndlun bátsins frá degi til dags.
  2. Meðhöndlun segla. Draga upp segl, stilla, rifa og almenn meðhöndlun segla. Notkun skauta, fals og viðkomandi vinda.
  3. Reipi og bönd. Meðhöndlun reipa, að hringa upp, geymsla þeirra, festing í klemmur.
    Einfaldir og tvöfaldir pollar og landfestar. Kunna eftirfarandi hnúta og hvenær á að nota þá. Áttuhnútur ( figure 8 knot), hestahnútur ( clove hitch), rolling hitch, pelastikk (bow knot), round turn og two half hitches, single and doublesheet bend og réttur hnútur ( reef knot).
  4. Eldvarnir. Að vera sér meðvitaðir um eldhættu og kunna að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir eldsvoða.
  5. Björgunarvesti og líflínur. Að skilja og fara eftir þeim reglum sem segja til um hvenær nota skal líflínur og björgunarvesti.
  6. M.F.B. Kunna að bregðast við þegar maður fellur fyrir borð og kunna að ná honum aftur um borð.
  7. Neyðartæki. Þarf að kunna að nota neyðarblys og vita hvenær á að nota þau. Kunna að sjósetja og fara um borð í björgunarbát.
  8. Siðir og venjur. Kunna íslensku fánareglurnar og kunna notkun klúbbfána og annarra fána. Vita að allan hávaða ber að forðast eða tuflun í höfnum. Koma fram af kurteisi við áhafnir annarra báta sem liggja samsíða. Að vera sér meðvitaður um skyldur skipstjóra til verndar umhverfinu.
  9. Kunna umferðarreglur á sjó. Geta staðið vaktir og verið á útkíkk.
  10. Kænur. Kunna að nota kænur og árar. Kunna að hlaða þær rétt miðað við aðstæður hverju sinni.
  11. Veðurfræði. Vita hvar sé hægt að nálgast veðurspár og kunna skil mælikvörðum vindstyrks mældan í metrum á sekúndu og Beufort skalan.
  12. Að stýra og sigla. Háseti þarf að kunna skil á grundvallar þáttum í siglingu með seglum, getað stýrt og trimmað segl við allar vindstefnur. Geta siglt kompásstefnu bæði undir seglum og mótor.
  13. Almennar skyldur. Háseti þarf að klára alla vinnu á dekki og neðan þilja á fullnægjandi
    hátt við daglegan rekstur bátsins.

Viðbótar upplýsingar