Helstu spurningar og svör

Hvernig gerist ég félagi í Ými?

Til þess að gerast félagi þarf aðeins að greiða ársgjaldið, sem er 7000 kr fyrir 2021.

Félagsgjaldið er greitt beint inn á heimabanka Ýmis

536-26-6634,

kt 470576-0659

og setja: "Félagsgjald 2021" í athugasemdir við greiðslu.

Síðan þarf að senda inn tillkynningu á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og tiltaka helstu persónulegar upplýsingar, sbr. kennitölu, netfang, heimilisfang og síma. Setjið endilega „Nýr félagi“ í fyrirsögn póstsins.

Er hægt að leigja báta hjá ykkur?

Siglingaklúbburinn leigir ekki út báta. Öll notkun báta fer einungis fram í skipulögðu starfi undir stjórn yfirþjálfara og forsvarsmanna skipulagðra hópa..

Af hverju er ekki hægt að leigja báta?

Leigustarfsemi þarf rekstrarleyfi og rekstrartryggingar þar að lútandi.  Seglbátar eru einnig mjög dýr búnaður (oft yfir miljón hver) og geta skemmst ef farið er óvarlega með þá.

Bátakostur félagsins

Félagið á nokkra sit-on-top báta og sjókæjaka.  Klúbburinn á líka kænur (litla seglbáta), svo sem Optimist, Topper og Laser, sem félagsmenn nýta í skipulögðu starfi. Félagið á líka nokkrar stærri kænur/litla kjölbáta. Stærri kjölbátur félagsins (SIF) er einungis notaður í skipulögðu starfi undir stjórn umsjónarmanna  bátsins.

Er hægt að fá lánaðan fatnað?

Nei, en félagið sér um að útvega björgunarvesti.

Hvað geri ég ef ég kann ekki að sigla?

Hægt er að læra að sigla í skipulagðri starfsemi Ýmis. Ýmir kennir aðallega á kænur, sem eru litlir seglbátar (fyrir 1-2). Við eigum líka eina skútu, sem við notum í keppnir og kennslu á skútunámskeiðum. Einnig er hægt að læra að sigla kajökum.

Til þess að sigla á kænum þarf ekki próf, bara áhuga og kjark (og góðan fatnað).

Við tökum gjarnan á móti óreyndum siglurum á opnu kvöldunum, sem eru á mánudögum og miðvikudögum í sumar (frá byrjun júní og fram í miðjan ágúst).  Allir nýir félagsmenn fá öryggiskynningu í upphafi en síðan er hægt að fara á fimm skipta námskeið ætluð þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í siglingu kæna og kajaka. Þegar fólk er orðið nokkuð sjálfbjarga reynum við að  para fólk við reynda siglara þar til fólk er orðið færst í flestan sjó.

Eruð þið með siglingaæfingar?

Ýmir verður með siglingaræfingar fyrir aldurshópinn 7-16 ára í sumar. Æfingarnar verða á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum fyrir 12-16 ára en þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum fyrir 7-11 ára. Fyrstu æfingingarnar hefjast 10. og 11. Júní og standa fram í miðjan ágúst. Á þessum æfingum gerum við ráð fyrir krökkum, með litla sem enga reynslu. Skráning og frekari upplýsingar eru á www.sumar.kopavogur.is

Get ég sett bát á flot hjá ykkur?

Rampurinn niður í sjó er í eigu Kópavogsbæjar. Flotbryggjan er líka í eigu Kópavogsbæjar og hafnarstjóri sér um að úthluta plássi og lyklum að bryggjunni. Aðgangur að húsnæðinu er hins vegar í höndum Ýmis, og er því læst nema ef æfingar eða annað starf er í gangi.

Er hægt að geyma bát hjá ykkur?

Við getum ekki tekið að okkur að geyma báta sem eru ekki í eigu félagsins, eða á annan hátt bundnir notkunarsamningi við félagið.

Hér koma til nokkrir þættir: Plássið í bátageymslunni er mjög takmarkað, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Á vormánuðum fer fram viðhaldsvinna, þannig að ryk, málning og annað getur lent á hlutum sem eru þar inni. Yfir sumarmánuðina er mikill umgangur um svæðið, þar sem börn og fullorðnir ganga um. Við getum því ekki ábyrgst að bátar skemmist ekki, eða hlutir úr þeim týnist.

Er hægt leigja skútur hjá ykkur?

Ýmir leigir ekki út skútu félagsins (SIF). Sifin er notuð í kennslustarfi (sjá skútunámskeið), auk þess mun Sifin taka  þátt í þriðjudagskeppnum á Kollafirði og í öðrum kjölbátamótum í sumar.

Getið þið kennt mér að sigla skútu?

Já. Siglingafélagið Ýmir býður upp á skútunámskeið fyrir fullorðna. Nemandinn er undirbúinn fyrir próf í verklegum hluta skemmtibátaprófsins, sjá námskrá fyrir hásetanámskeið. Boðið verður upp á eftirfarandi dagsetningar.

Námskeið 1: 06-18.07

Námskeið 2: 10-22.08

Enn fremur er hægt að hafa sérsniðin námskeið fyrir hóp af vinum og fjölskyldur. Vinsamlegast komið með tillögu að dagsetningum.


Hvert námskeið telur 5 skipti: 4 tíma í senn á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Verð: 45.000 kr. Nánari upplýsingar gefur Sigríður, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Keppið þið í siglingum?

Siglingafólk á vegum Ýmis keppir bæði á kjölbátum og á kænum.

Til þess að taka þátt í keppnum á kjölbátum þarf að skrá sig í keppnishóp félagsins. Keppnishópurinn verður undir stjórn Ólafs Bjarnasonar og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við hann á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .


Hverjir geta nýtt sér bátakost og aðstöðu félagsins?

Einungis félagsmenn og æfingahópar undir stjórn þjálfara geta nýtt sér bátakost og aðstöðu á opnunartímum félagins í sumar. Í haust er svo stefnt að opnun um helgar en það verður auglýst síðar á facebooksíðu félagsins.


AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar