Sumardagskrá 2020
Siglingaæfingar
Æfingar fyrir börn, 7 - 11 ára ( fædd 2013 – 2008).
Æfingarnar eru skipulagðar fyrir byrjendur og þá sem hafa einhvern grunn í siglingum. Þátttakendur læra að sigla kænum og fá fræðslu um hnúta, veðurfræði, náttúrufræði hafsins, siglingafræði og fleira sem tengist siglingum og útivist á sjó. Æfingarnar verða á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14:00 - kl. 17:00. Æfingatímbil er frá 11. júní til 20. ágúst.
Æfingar fyrir unglinga, 12 – 16 ára (fædd 2007 – 2004).
Æfingarnar eru ætlaðar byrjendum og lengra komnum. Þátttakendur læra að sigla á kænum félagsins en jafnframt verður gert út á kappsiglingar, siglingar sem ferðamáti og aðra grunnþætti sem snerta sjómennsku og útivist á sjó. Æfingarnar verða á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum frá kl. 17:00 – 20:00. Æfingatímabil er frá 10. júní til 19. ágúst.
Tveir starfsmenn Ýmis stjórna æfingunum: yfirþjálfari og aðstoðarþjálfari.
Skráning á æfingarnar fer fram á: www.sumar.kopavogur.is
Æfingagjald er kr. 30.000. Hægt er að sækja um frístundastyrk á Frístundagátt Kópavogsbæjar. Einnig er boðið upp á hálft æfingatímabil sem kostar kr. 15.000. Ekki er hægt að nýta frístundastyrkinn fyrir það. Systkinaafsláttur er 20%. Hámarksfjöldi á æfingunum er að jafnaði 12 börn.
Hægt er að senda fyrirspurnir á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Dagskrá fyrir fullorðna
Mánudagar og miðvikudagar: Opið verður milli kl. 17:00 - 20:00 fyrir fullorðna meðlimi Ýmis. Móttaka nýrra meðlima er á þessum dögum. Boðið verður upp á einstaklingsnámskeið í grunnmeðferð á litlum kjölbátum, kænum eða kajökum. Reyndir félagar Ýmis verða leiðbeinendur á þessum námskeiðum.
Þriðjudagar: Fjölskyldukvöld milli kl. 17:00 – 20:00. Fjölskyldum félagsmanna, sérstaklega fjölskyldum ungmenna í æfingahópum, er boðið að mæta og taka þátt í samveru og útivist fjölskyldunnar á sjó.
Fimmtudagar: Félagskvöld og grill milli kl. 17:00 – 20:00. Félagsmenn geta mætt með bita á grillið, en kveikt verður á því kl. 18:00.
Laugardagar: Opið milli kl. 14:00 – 17:00 fyrir félagsmenn og æfingahópa.
Skútunámskeið/undirbúningsnámskeið fyrir skemmtibátapróf
Siglingafélagið Ýmir býður upp á skútunámskeið fyrir fullorðna. Nemendur eru undirbúnir fyrir próf í verklegum hluta skemmibátaprófsins, sjá námskrá fyrir hásetanámskeið fyrir kjölbáta: www.siglingafelag.is. Boðið verður upp á eftirfarandi dagsetningar:
Námskeið nr. 1: 6-18. júlí
Námskeið nr. 2: 10-22. ágúst
Hvert námskeið telur 5 skipti: 4 tíma í senn á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Verð: kr. 45.000. Möguleiki er að hafa sérsniðin námskeið fyrir litla hópa og fjölskyldur
Nánari upplýsingar gefur Sigríður í síma 896-5874 eða siggaskipstjó This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Greiða skal inná reikning félagsins: 536-26-6634, kt. 470576-0659 og senda Siggu kvittun. Gert verður út frá Ýmishöfninni í Kópavogi.
Þriðjudagskeppnir
Stefnt verður að þátttöku Ýmisfólks í þriðjudagskeppnum kjölbáta. Þeir sem hafa áhuga á þáttöku hafi samband við Ólaf Bjarnason ( This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , s.8659717
Aðrir viðburðir
Opnunarhátíð
Laugardaginn 6. júní, kl. 13:00 – 16:00. Allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru velkomnar til að skoða og prófa bátakostinn. Sumardagskrá kynnt og veitingar í boði.
Mót á vegum félagsins
- Opnunarmót kæna 30.-31. maí
- Íslandsmót kjölbáta 10.-16. ágúst
- Lokamót kjölbáta 5. september
- Áramót 31. desember