Sumardagskrá 2019

Siglingæfingar fyrir börn 8-15 ára

Markmiðið er að æfa þátttakendur í að sigla Opimist, Topper og Laser bátum félagsins. Æfingarnar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 16:15-19:00.

Fyrsta æfingin verður þriðjudaginn eftir Hvítasunnu, 11. júní og sú síðasta 15. ágúst.

Í ár verður foreldrum barna sem taka þátt í æfingunum boðið að læra siglingar undir handleiðslu fulltrúa Ýmis og kynnast því siglingum á stærri kænum félagsins.

Námskeiðstími/námskeiðsgjald.

Boðið verður upp á 10 vikna æfingatímabil. Gjaldið er 30.000 krónur. Hægt er að nota frístundastyrk á íbúagátt Kópavogsbæjar til að greiða fyrir þetta námskeið. Einnig er boðið upp á hálft æfingabil, sem kostar 15.000 krónur. Hámarksfjöldi á æfingum er að jafnaði 12 börn. Umsjón: Þorsteinn Aðalsteinsson.

Skráning á æfingarnar fer fram á Frístundagátt Kópavogsbæjar.
Frekari upplýsingar eru veittar á nefanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á Facebooksíðu félagsins.


Þriðjudagskeppnir í Reykjavík

Fullorðnum félagsmönnum Ýmis er boðið upp á að taka þátt í þriðjudagskeppnum í Reykjavík á Secret-báti félagsins.

Þriðjudagskeppnir eru haldnar flesta þriðjudaga í sumar frá Reykjavíkiurhöfn. Keppnir eru með óforlmegu sniði, en yfirleitt er ræst um klukkan 18 og hver keppni stendur yfir í þrjá tíma. Þáttakendur í keppnishóp þurfa einnig að vera viðbúnir að taka þátt í æfingum fyrir keppni, þegar bátnum er siglt úr Ýmishöfninni á til Reykjavíkur á mánudagi og til baka eftir keppni, eða á miðvikudegi.

Keppnishópurinn verður undir stjórn Ólafs Bjarnasonar og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við Ólaf á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Skráningargjald í keppnishópinn er 20.000 kr miðað við að tekið verði þátt í að minnsta kosti fjórum siglingakeppnum.

Greiða skal inn á reikning félagsins: 536-26-6634, kt 470576-0695 og senda Ólafi kvittun.


Skútunámskeið

Siglingafélagið Ýmir býður upp á skútunámskeið fyrir fullorðna. Nemandinn er undirbúinn fyrir próf í verklegum hluta skemmtibátaprófsins, sjá námskrá fyrir hásetanámskeið.

Boðið verður upp á eftirfarandi dagsetningar.

Námskeið 1: 3/6-14/6

Námskeið 2: 8/7 - 19/7

Námskeið 3: 29/7 - 9/8

Hvert námskeið telur 5 skipti: 4 tíma í senn á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Verð: 45.000 kr. Nánari upplýsingar gefur Sigríður á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Greiða skal inn á reikning félagsins: 536-26-6634, kt 470576-0695 og senda Siggu kvittun. Gert verður út frá Ýmishöfninni í Kópavogi.


Fimmtudagssiglingar í Fossvogi

Á fimmtudögum er félagsmönnum boðið upp á að sigla á kænum og minni kjölbátum félagsins frá Ýmishöfninni. Opið verður frá 17:00-19:00. Félagsmenn geta tekið út bát í samráði við umsjónarmann og er heimilt að taka einn gest með ef bátakostur leyfir.

Hægt er að fá lánaða árabáta og kænur fyrir börn, en eftirlit og öryggi barna er alfarið á ábyrgð foreldris/félagsmanns sem þarf að vera bátfær.

Skráningargjald er innifalið í félagsgjaldi Ýmis sem er 5000 kr.

Greiða skal inn á reikning félagsins: 536-26-6634, kt 470576-0695 og setja nafnið "Félagsgjald 2019" í athugasemdir við greiðslu.

 

Aðrir viðburðir:

Opnunarhátíð; 26 maí, 13:00 – 16:00

Allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru velkomnir til að taka þátt í opnunarhátíð. Veitingar í boði

Mót á vegum félagsins

18. maí: Opnunarmót kæna

15. júní: Miðsumarmót kæna

9-11. ágúst: Íslandsmót kæna.

31. ágúst: Lokamót kjölbáta.

31. desember: Áramót.

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar