Fundargerðir

Aðalfundur 2015

Siglingafélagið Ýmir

Aðalfundur haldinn í félagsheimili Ýmis 4. maí 2015

 

1. Setning

Aðalsteinn Jens Loftsson formaður setti fundinn kl. 20:18.

Minnst var látinna félaga, þeirra Steins Steinsen eins af stofnfélögum Ýmis og Axels Wolfram.

 

2. Kosning starfsmanna fundar

Starfsmenn fundar voru kjörnir Úlfur Helgi Hróbjartsson fundarstjóri og Friðrik Hafberg fundarritari.

 

3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu

Skýrsla stjórnar var í formi glærukynningar sem formaður hélt. Innifalin í kynningunni var skýrsla flestra nefnda. Kynningin verður aðgengileg á heimasíðu Ýmis.

 

4. Lagðir fram reikningar áritaðir af skoðunarmönnum

 

Gjaldkeri fór yfir reikninga síðasta árs.

 

5. Nefndir gefa skýrslu ef það á við

 

Þessi liður er innifalinn í lið 3 fyrir utan að Hlynur fór yfir störf barna- og unglinganefndar.

Fáir hafa stundað æfingar.Telur hann að fjölga mætti þeim m.a. með meira starfi í kringum Secret. Enginn áhugi var t.d. á að fara í æfingabúðirnar.

 

6. Umræða um skýrslur. Afgreiðsla reikninga

 

Ýmsar hugmyndir komu fram um bætta nýtingu og fjölgun þátttakenda. Þar á meðal:

Leggja meiri áherslu á Optimist og leiki og skemmtun en keppnisæfingar

Virkja foreldra og fá þannig börnin með og gera að meira fjölskyldusporti

Reyna að ná til stúlkna jafnt sem drengja

Nota minni báta en Secret í starfinu svo ekki þurfi skemmtibátaréttindi til að sigla

Ekki leyfa unglingum að keppa með fullorðum á kjölbátum því þá hætti þeir að sigla kænum

Gera aðgengilegri bókanir á Google Calendar eða eftir öðrum leiðum

 

Skýrslur formanns og gjaldkera voru síðan samþykktar.

 

7. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár

 

Ekki var lögð fram fjárhagsáætlun en gjaldkeri fór yfir tilboð sem fengist hafði í seglakaup á Secret. Stjórn hafði ákveðið að vísa hugsanlegum kaupum til aðalfundar.

Upp úr umræðum sem urðu setti fundarstjóri saman tillögu um Secret sem fundurinn samþykkti:

 

Komandi stjórn meti ástand og viðgerðarþörf Secret báta og fjárfesti eftir þörfum svo bátarnir geti sinnt hlutverki sínu.

 

8. Lagabreytingar

 

Engar tillögur að lagabreytingum lágu fyrir en samþykkt að stjórn geri tillögur um breytingar sem skerpi á lögum um félaga.

 

9. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum

 

Engar tillögur lágu fyrir.

 

10. Kosning stjórnar skv. 7. gr.

 

Eftirtaldir voru kosnir:

 

Formaður til eins árs:

Sigríður Ólafsdóttir

Stjórnarmenn til tveggja ára:

Aðalsteinn Jens Loftsson

Jóhannes Ólafsson

Stjórnarmenn til eins árs:

Rannveig Magnúsdóttir

Ólafur Bjarnason

Koma þau í stað Sigríðar og Ólafs Sturlu sem baðst undan stjórnarsetu.

Varamenn til eins árs:

Þorsteinn Aðalsteinsson

Sigríður Sverrisdóttir

Gunnar Gunnarsson

Skoðunarmenn reikninga:

Smári M. Smárason

Guðmundur Bergþórsson

Skoðunarmaður til vara:

Hlynur Hreinsson

11. Kosning í fastar nefndir skv. 9. gr. og fulltrúar á UMSK og SÍL þing

 

Eftirtaldir voru kosnir:

 

Mótanefnd:

Aðalsteinn Jens Loftsson

Jón Gunnar Hilmarsson

Birgir Ari Hilmarsson

Barna- og unglinganefnd:

Sigríður Ólafsdóttir

Þorsteinn Aðalsteinsson

Daníel Friðriksson

Mönnun á öðrum nefndum var vísað til stjórnar að ósk formanns.

UMSK þing

Er þegar haldið.

Siglingaþing

Er þegar haldið.

 

12. Félagsgjald og önnur gjöld ákveðin

 

Félagsgjald var ákveðið kr. 3.000

Formaður óskaði eftir að gera breytingar á gjaldskrá og var samþykkt að fresta ákvörðun og boðað yrði til félagsfundar þar sem hún kæmi með mótaðar tillögur.

 

13. Önnur mál

 

Tillaga kom fram um aðstöðu fyrir kajaka á veturna. Fráfarandi stjórn hafði reyndar fengið erindi um slíkt og samþykkt.

 

Umræða um skort á lyklum að húsnæðinu.

 

Einar Guðmundsson tók til máls og gaf félaginu Enterprise kænu ásamt varahlutum og afhenti stýrið sem tákn um gjöfina.

 

14. Fundargerð (tekin afstaða til lestrar eða annarrar afgreiðslu)

 

Ákveðið var að fundargerð yrði birt á heimasíðu félagsins.

 

15. Fundarslit

 

Nýr formaður reiknaði með félagsfundi um gjöld eftir tvær til þrjár vikur.  Sagði hún sín fyrstu verk yrðu að koma Secret í gagnið, efla samstarf við Kópanes og laga lyklamál og opna með því félagið.

Sleit hún síðan fundi kl. 22:35.

 

Fundarritari

Friðrik Hafberg

 

 

 

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar