Fundargerðir
Aðalfundur 2017
Aðalfundur Ýmis 23. mars 2017
Fundargerð
1. Formaður Ýmis, Sigríður Ólafsóttir, setti fundinn.
2. Ólafur Már Ólafsson var kosinn fundarstjóri, að tillögu formanns.
3. Formaður lagði fram og fjallaði um skýrslu stjórnar fyrir 2016. Skýrslan rædd.
4. Gjaldkeri lagði fram ársreikninga fyrir 2016. Reikningarnir ræddir og samþykktir með fyrirvara um samþykki skoðunarmanna.
5. Skýrslur nefnda – sjá skýrslu formanns.
6. Engin umræða um skýrslur nefnda. Reikningar samþykktir með fyrirvara.
7. Fjárhagsáætlun var ekki lögð fram – sjá ársreikninga og umræðu um þá.
8. Lagabreytingar: Lögð til breyting á grein 3.3 í lögum félagsins sem hljóðar svo: Aðalfund skal halda í janúar ár hvert. Boða skal fundinn með minnst 7 daga fyrirvara.
Breytingartillagan er svohljóðandi: Aðalfund skal halda í janúar ár hvert. Boða skal fundinn með rafrænum hætti með minnst 7 daga fyrirvara. Tillagan var samþykkt.
9. Stjórninni var falið að setja upp póstkassa við félagsheimilið og kaupa nýja ryksugu.
10. Kosning stjórnar. Aðalstjórn:
Hannes Sveinbjörnsson var kosinn formaður.
Sigríður Ólafsdóttir var kosin varaformaður.
Þorsteinn Aðalsteinsson var kosinn gjaldkeri.
Ólafur Bjarnason var kosinn ritari.
Guðmundur Þórir Steinþórsson var kosinn meðstjórnandi.
Varastjórn: Jóhannes Smári Ólafsson, Reynir Einarsson og Þórir Jónsson.
11. Kosningu í fastar nefndir var vísað til stjórnar félagsins.
12. Önnur mál: Ákveðið var að hækka félagsgjaldið úr kr. 3000 í kr. 4500.
13. Rætt var um fjölskyldunámskeið og sumarstarfið.
14. Fundargerð lesin upp og samþykkt af fundarmönnum.
15. Fundarslit.
Fundarritari, Jóhannes Smári Ólafsson