Fundargerðir

 

Aðalfundur Ýmis 31. janúar 2018

Fundargerð

1. Formaður Ýmis, Hannes Sveinbjörnsson, setti fundinn.

2. Ólafur Bjarnason var kosinn fundarstjóri, að tillögu formanns.

3. Formaður lagði fram og fjallaði um skýrslu stjórnar fyrir 2017, stiklað lauslega yfir:

a) 8 af 10 Optimistum í góðu standi, aðeins til 6 kerrur og því þarf að kaupa 2 til viðbótar.

b) Keypt voru ný segl á Ynglinginn.

c) Mikil vinna hefur verið lögð í að setja saman nýjan öryggisbát sem Kópavogsbær keypti á vormisseri, en Hannes og Óli hafa aðallega staðið í því.

d) Mótstjórn Íslandsmótsins fékk mikið hrós.

e) Viðgerð stendur yfir á Sifinni, eftir að mastrið féll niður í roki í haust. Ýmis mál því tengd voru rædd, t.d. að sækja ný segl á Sifina sem búið er að kaupa til Danmerkur.

f) Hannes hefur verið að vinna við Litla-Secretinn, sem félagið keyðti nýlega og ætlar að sjá um að breyta honum og gera hann sjókláran fyrir sumarið.

4. Gjaldkeri lagði fram ársreikninga fyrir 2017. Reikningarnir ræddir og samþykktir með fyrirvara um samþykki skoðunarmanna.

a) Styrkir frá Lottó lækkuðu, vegna fjölda félagsmanna, en auknir styrkir komu frá Kópavogsbæ.

b) Kostnaður vegna móta lækkar, en tekjur aukast svo niðurstaðan er hagnaður.

5. Skýrslur nefnda voru ekki lagðar fram skriflega.

6. Engin umræða um skýrslur nefnda.

7. Fjárhagsáætlun næsta árs var ekki lögð fram.

8. Lagabreytingar voru engar.

9. Engar nýjar tillögur komu fram til afgreiðslu á fundinum.

10. Kosning stjórnar. Aðalstjórn:

Hannes Sveinbjörnsson var kosinn formaður.

Sigríður Ólafsdóttir var kosin varaformaður.

Þorsteinn Aðalsteinsson var kosinn gjaldkeri.

Ólafur Bjarnason var kosinn ritari.

Atli Freyr Runólfsson var kosinn meðstjórnandi.

Varastjórn: Jenna Gränz og Jóhannes Smári Ólafsson.

Ákveðið var að boða alla stjórnarmeðlimi á stjórnarfundi framvegis.

Skoðunarmenn voru kjörnir, Guðmundur Bergþórsson og Jenna Gränz.

11. Kosning í fastar nefndir og kjörnir fulltrúar á þing fyrir hönd félagsins:

a) Mótanefnd: Aðalsteinn Jens Lofsson og Ólafur Bjarnason, ásamt Reyni Einarssyni (in absentia)

b) Barna- og unglinganefnd: Hannes Sveinbjörnsson, Jenna Gränz, Ríkharður Daði Ólafsson og Sigríður Ólafsdóttir.

c) Húsnefnd: Hannes Sveinbjörnsson og Sigríður Ólafsdóttir.

d) Fulltrúar á Síl - þing: Hannes Sveinbjörnsson, Ólafur Bjarnason og Þorsteinn Aðalsteinsson

e) Ákveðið var að sleppa UMSK þingi í ár.

12. Félagsgjöld 4.500 kr. óbreytt frá 2017.

13. Önnur mál:

a) Umsjónamenn nefnda leggja fram tillögur til stjórnar um verðlagningu námskeiða.

b) Rætt var um að kanna allar leiðir til að fá góðan þjálfara og aðstoðarþjálfara ásamt því að bæta skipulag á barna og unglinganámskeiðum. Málinu vísað áfram til Barna og unglinganefndar.

c) Stefnt er að því að boða fyrsta stjórnarfund um miðjan febrúar og nefndarfundi í framhaldi af honum til að móta stefnuna fyrir sumarstarfið.

d) Þorsteinn Aðalsteinsson ræddi um foreldranámskeið sem hann hélt í sumar og langar til að halda áfram með það, umræðu vísað til næsta stjórnarfundar.

e) Rætt var um að það vantaði Lógó/merkingu á hús og öryggiskerfi fyrir húsið. Hannes ætlar að vinna í Lógómálinu en Atli og Jóhannes ætluðu að athuga með að fá tilboð í öryggiskerfi.

f) Rætt var um auglýsingastarf og að útbúa aðra Facebook síðu þannig að ein síða væri fyrir félagsmenn og önnur opin, sem kynning og auglýsing á félaginu. Jóhannes valinn til þess að fylgja þessu eftir.

g) Nefnt var að bæta mætti aðstöðu fyrir búnað félagsmanna og umgengni um hann, málinu frestað í bili.

14. Fundargerð lesin upp og samþykkt af fundarmönnum.

15. Fundarslit.

Fundarritari, Jenna Gränz

 

 

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar