Fundargerðir

Aðalfundargerð 2019

Aðalfundur Siglingafélagsins Ýmis

haldin 31. janúar 2019 í félagsheimili Ýmis

1. Fundur settur kl. 20:15.

2. Kosnir fastir starfsmenn fundarins. Fundarstjóri Jón Pétur og Ólafur Bjarnason sem fundarritari.

3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu. Hannes Sveinbjörnsson lagði fram skýrslu stjórnar og voru umræður um skýrsluna.

4. Lagðir fram reikningar, áritaðir af skoðunarmönnum. Þorsteinn Aðalsteinn lagði fram reikninga félagsins.

5. Nefndir gefa skýrslu. Þorsteinn Aðalsteinsson sagði frá starfi fimmtudagsnefndar í sumar. Hannes sagði frá starfi húsnefndar og að útleigur væru að mestu vegna ferminga, útskrifta og giftinga.

6. Umræða um skýrslur. Fyrirspurn var um félagatal og skráningarkerfi ÍSÍ. Afgreiðsla reikninga. Ársreikningar voru samþykktir með fyrirvara um áritun skoðunarmanna.

7. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Þessu var vísað til næstu stjórnar.

8. Lagabreytingar. Engar lagabreytingar lágu fyrir.

9. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum. Engar fyrirliggjandi tillögur lágu fyrir.

10. Kosning stjórnar skv. 7. gr.
Formaður: Þorsteinn Aðalsteinsson
Sigríður Ólafsdóttir
Jenní Grans
Ríkharður Daði Ólafsson
Ólafur Bjarnason

Varastjórn
Hannes Sveinbjörnsson
Reynir Einarsson
Jóhannes Sveinsson

11. Kosið í fastar nefndir skv. 9. gr. og fulltrúar á UMSK og SÍL þing. Vísað til stjórnar.

12. Félagsgjald og önnur gjöld ákveðin.
Félagsgjöld óbreytt kr. 4.500. Uppsátursgjöld óbreytt. Útleiga á sal kr. 50.000 og leiga í minna en 3 tíma kr. 35.000.

13. Önnur mál.
a. Rætt um Facebook síðu félagsins og persónuvernd á heimasíðum og nefndi Jón Pétur að félagið ætti að fá aðstoð hjá UMSK við að fara yfir þessi mál.
b. Einnig var rætt um framtíðar aðstöðu félagsins í Kópavogshöfn eftir að brú kemur yfir Fossvog.

14. Fundargerð (tekin afstaða til lestrar eða annarrar afgreiðslu). Samþykkt að fundarritari gengi frá fundarritgerð og sendi á félagið.

15. Fundarslit kl. 21:45.

Ritari: Ólafur Bjarnason

Fundargerðina má sækja hér á PDF formi

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar