Fundargerðir

Fundargerð stjórnarfundar 27. júní 2019

 

Mættir: Þorsteinn Aðalsteinsson, Hannes Sveinbjörnsson, Sigríður Ólafsdóttir, Reynir Einarsson og Ríkharður Daði Ólafsson.

Dagskrá:

1. Lagður fram afnotasamningur af félagsafstöðu Ýmis við Skemmtigarðinn í Grafarvogi

Rætt var um kosti og galla þess fyrir Ými að ganga til samninga við fyrirtækið um afnot af húsnæði félagsins.

Niðurstaðan varð sú að stjórnin ákvað að ganga ekki til samninga við Skemmtigarðinn.


2. Rætt um gjald fyrir langtímaleigu á bátum sem staðsettir eru annars staðar en í húsnæði félagsins.

Ákveðið var að gjald fyrir slíka leigu væri kr. 35.000 á ári. Formanni falið að gera uppkast að leigusamningi fyrir næsta stjórnarfund.


3. Keppnislið á Sif.

Rætt um möguleika á að fjölga í keppnisliði Sifjar og tryggja betri mætingu í keppnir.

Ríkharði var falið að stofna hóp á Facebook til að halda utanum hópinn.


4. Sumarstarfið til þessa.

Þorsteinn, formaður, gerði grein fyrir stöðunni. Allt gengur vel. Búið er að ráða nýjan þjálfara, Jón Þór sem stjórnin bindur miklar vonir við.


5. Innkaup á varahlutum í báta félagsins (Laser)

Rætt um kaup á varahlutum í bátana.

Ríkharði falið að gera innkaupalista og leggja fyrir Þorstein. Ólafur Bjarna sér síðan um innkaupin.


6. Önnur mál.

a) Þorsteinn tilkynnti að búið væri að kaupa nýjan bát, RS Eclipse, fyrir félagið.

b) Rætt var um að efna til siglingaviðburðar í júlí ef aðstæður og tími leyfðu.

c) Ríkharður spurði um stöðuna á styrk til Svíþjóðarfarar. Þorsteinn svarar honum formlega síðar.

d) Reynir spurði um möguleika fyrir sig á að sigla Sifinni í æfingaskyni. Stjórnin tók vel í það.


Fleira ekki gert á þessum fundi.

Fundarritari, Hannes Sveinbjörnsson

 

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar