Fundargerðir

Fundargerð stjórnarfundar 12. september 2019

 

Mættir: Þorsteinn, Sigga, Hannes, Reynir, Óli Bjarna og Ríkharður.

Dagskrá:

1. Kranadagur 2019.

Ákveðið var að hafa kranadag, laugardaginn 5. okt., kl. 11:00. Óli Bjarna sér um að panta kranann.


2. Aðgengi nágranna vegna kajaka.

Rætt um aðstöðu fyrir kajaksiglingar.

Ákveðið var að forsvarsmenn kajakhópsins fengju lykilinn sem Skemmtigarðurinn er með þegar hann losnar í lok septembermánaðar og að þeir hefðu þar með aðgang að bátageymslunni.


3. Viðhald á bátum í haust og vetur.

Rætt var um hvaða bátar yrðu á landi í vetur.

Auk báta í eigu félagsins fá eftirtaldir bátar pláss á landi í vetur: Sigurborg, Aría, Gúa, Stjáni Blái og Besta. Auk þess fær Sigurvon pláss veturinn 2019-2020 og leyfi til að fara inn til viðgerða í vor eftir nánara samkomulagi.


4. Starfsemi klúbbsins í sept. - des.

Ákveðið var að hafa grill og bjór á kranadeginum. Sigga sér um það.

Einnig var ákveðið að vera með opið fyrir siglingar félagsmanna á laugardögum milli kl. 13:00 – 15:00 fram eftir hausti. Óli Bjarna verður á öryggisbátnum.


5. Sala á Optimist

Rætt var um hversu marga Optimista félagið þyrfti að eiga. Eins og er á félagið 13 Optimista sem ekki hafa veri í mikilli notkun undanfarin ár.

Ákveðið var að slá málinu á frest.


6. Stefna klúbbsins til 2020 og áfram.

Rætt var um framtíðarskipulag og aðstöðu félagsins.

Ákveðið var að stofna kajakdeild í félaginu á næsta aðalfundi. Einnig var ákveðið að stofna starfshóp til að vinna að tillögum um framtíðarskipulag félagsins. Hópinn skipa: Þorsteinn, Sigga og Ríkharður.


Önnur mál

-Ríkharður óskaði eftir aðstöðu hjá Ými í haust fyrir nokkrar kænur og öryggisbát frá Brokey til að stunda æfingar á laugardögum. Vel var tekið í það.

Fundarritari: Hannes Sveinbjörnsson

 

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar