Fundargerðir

Fundargerð stjórnarfundar 7. janúar 2020

  • Prentvæn útgáfa

1. Rætt um umsjón með útleigu á sal félagsins.

Hannes hættir umsjóninni í lok janúar 2020. 
Þorsteinn, formaður, ætlar að ræða við Guðjón o. fl. um að taka við útleigu á salnum.

2. Rætt um dagskrá aðalfundar.

Fundurinn verður auglýstur á Facebook og einnig með rafrænum hætti til félaga.

Tillaga frá stjórn verður lögð fram á aðalfundi um eftirfarandi málefni:
Nýja stefnuyfirlýsingu fyrir félagið,
breytingar á verðskrá, tillaga að skipulagi nefnda og skipulagi sumarstarfsins.

3. Umræður um ráðningu starfsmanns.

Ákveðið var að stjórn félagsins legði fram tillögu á aðalfundi um að auglýsa eftir þjálfara í fullt starf í þrjá mánuði í sumar. Hugsanlega þarf að ráða aðstoðarmann í hlutastarf.
Einnig þarf að
gera ráð fyrir kostnaði vegna útbúnaðar fyrir öryggisbát. Verkefni þjálfara yrðu m. a. eftirfarandi:

- Skipuleggja barnastarf
- Skipuleggja unglingastarf
- Sjá um kennslu nýliða í siglingum
- Aðstoða við að þjálfa nýja þjálfara fyrir klúbbinn.

Stjórnin mun funda með Kópavogsbæ og UMSK varðandi möguleika á aðstoð við launaútreikninga og launakostnað.

4. Önnur mál:

- Rætt um að skoða fatnað merktan félaginu.
- Siglingaskóla. is er heimilt að auglýsa á vefsíðu félagsins.

Fundarritari, Hannes Sveinbjörnsson

AddThis Social Bookmark Button