Fundargerðir
Aðalfundargerð 2020
Fundargerð aðalfundar Siglingafélagsins Ýmis, 2020
Fundurinn var haldinn í félagsaðstöðu Ýmis að Naustavör 14, sunnudaginn 23.
febrúar 2020.
Dagskrá aðalfundar
1. Setning kl 17:10
2. Kosnir fastir starfsmenn fundarins.
- Ritari: Ólafur Bjarnason
- Fundarstjóri: Úlfur Hróbjartsson
3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
- Þorsteinn Aðalsteinsson flutti skýrslu stjórnar fyrir 2019 og sagði frá helstu störfum félagsins. (sjá skýrslu stjórnar og önnur fylgirit)
4. Lagðir fram reikningar áritaðir af skoðunarmönnum.
- Þorsteinn Aðalsteinsson lagði fram áritaða reikninga félagsins og sagði frá helstu tekjum og gjöldum. (sjá ársreikning 2019)
5. Nefndir gefa skýrslu, ef það á við.
- Þorsteinn las upp skýrslu frá húsnefnd.
6. Umræða um skýrslur og afgreiðsla reikninga.
- Fyrirspurnir komu kostnað á námskeiðum kjölbáta.
- Skýrsla stjórnar samþykkt.
- Ársreikningar samþykktir.
7. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
- Þorsteinn lagði fram fjárhagsáætlun og var hún samþykkt. (sjá skýrslu stjórnar og önnur fylgirit)
8. Lagabreytingar.
- Engar lagabreytingar voru lagðar fram.
9. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum.
- Þorsteinn lagði fram og kynnti æfingaáætlun fyrir árið 2020 og var hún samþykkt. (sjá skýrslu stjórnar og önnur fylgirit)
10. Kosning stjórnar skv. 7. gr.
Formaður:
Þorsteinn Aðalsteinsson
Stjórn:
Hannes Sveinbjörnsson
Sigríður Ólafsdóttir
Sveinn Ævarsson
Ólafur Bjarnason
Varamenn: Ríkharður Daði ÓLafsson, Guðjón Magnússon Reynir Einarsson.
11. Kosið í fastar nefndir skv. 9. gr. og fulltrúar á UMSK og SÍL þing.
- Vísað til stjórnar og áréttað að stjórn skipi kæjaknefnd
12. Félagsgjald og önnur gjöld ákveðin.
- Sjá fjárhagsáætlun 2020
13. Önnur mál.
- Rætt um geymslurými fyrir félagsmenn með báta og búnað og að laga þyrfti heimasíðu félagsins
14. Fundargerð lesin og samþykkt.
15. Fundarslit kl 18:40
Fundarritari, Ólafur Bjarnason