Fundargerðir
Fundur í stjórn Ýmis 26. 2. 2020
1. Skipun í nefndir.
- Húsnefnd: Guðjón Magnússon, Sveinn Ævarsson, Hannes Sveinbjörnsson
- Barna- og unglinganefnd; Þorsteinn Aðalsteinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Ríkharður Daði Ólafsson
- Kjölbátanefnd: Ólafur Bjarnason, Reynir Einarsson, Jóhannes Sveinsson
- Kænunefnd: Þorsteinn Aðalsteinsson, Ríkharður Daði Ólafsson
- Kajaknefnd: Sveinn Ævarsson, ??????????
- Mótanefnd: Aðalsteinn Jens Loftsson, Ólafur Bjarnason.
2. Verkaskipting stjórnar
- Þorsteinn Aðalsteinsson, formaður
- Sigríður Ólafsdóttir, varaformaður
- Hannes Sveinbjörnsson, ritari
- Ólafur Bjarnason, gjaldkeri
- Sveinn Ævarsson, meðstjórnandi
- Ríkharður Daði Ólafsson, varamaður
- Reynir Einarsson, varamaður
- Jenna granz og Jón Sigurðsson, skoðunarmenn reikninga,
3. Stofnun kajakdeildar
- Ákveðið var að stofna sérstaka kajaknefnd innan félagsins. Sveinn Ævarsson var tilnefndur sem formaður hennar og var honum falið að finna fleiri með sér í nefndina.
4. Erindi frá Ríkisskattstjóra.
- Þorsteinn kynnti bréf frá ríkisskattstjóra varðandi skráningu réttra eigenda. Þorsteini var falið að svara erindinu.
5. Auglýsing fyrir nýjan þjálfara.
- Rætt um nauðsyn þess að ráða þjálfara í þrjá mánuði í sumar. Þorsteini og Hannesi var falið að kynna sér hvernig standa beri að slíkri ráðningu og gera tillögu að auglýsingu.
6. Skipulagning auglýsingaherferðar fyrir næsta sumar.
- Ákveðið var að fresta umræðum til næsta fundar.
7. Önnur mál
- Rætt um viðgerð á gólfi salarins. Ákveðið var að taka tilboði Heiðars hjá Parketslípun Íslands uppá kr. 350.000 m. virðisaukaskatti. Framkvæmd verksins hefst 30. mars.
- Rætt um úrbætur á heimasíðu félagsins. Ákveðið að Sveinn og Aðalsteinn skoði hvaða möguleikar eru fyrir hendi.
Fundarritari, Hannes Sveinbjörnsson