Fundargerðir

Fundur í stjórn Ýmis 20. 4. 2020 - Fjarfundur

 

Mætt: Þorsteinn, Óli Bjarna, Ríkharður Daði, Hannes, Sigga, Sveinn, Guðjón og Reynir

Dagskrá:

1. Formaður lagði fram tillögur um gjaldskrá fyrir geymslu á kajökum. (sjá tillögu hér)

Rætt var um verklagsreglur um geymslu báta inni í húsinu og gjald fyrir geymslu kajaka og báta. Einnig var rætt um uppsátur báta, fjölda og verðskrá (sjá heimasíðu). Rætt var um viðgerðarsvæðið í húsinu og gjaldskrá fyrir það. Einnig var rætt um geymslu búnaðar í húsinu, hvort ætti að leyfa hann og hvort hann ætti að fylgja uppsátrinu.

Rætt var sérstaklega um uppsátur vélbáta.
Niðurstaðan var að leyfa þá ekki.

Ekki náðist að klára umræðuna um tillögu formanns.
Ákveðið var að fresta umfjölluninni og skipa starfshóp til að fjalla nánar um tillöguna og skila tillögum breytinga til stjórnar.
Eftirtaldir voru skipaðir í hópinn: Óli Bjarna, Guðjón, Sveinn og Sigga.

2. Önnur mál

  • Ákveðið var að kranadagur yrði 16. maí
  • Sigga lét í ljós áhuga á að starfa sem þjálfari fyrir Ými í sumar.

 

Fleira var ekki gert.

Fundarritari, Hannes Sveinbjörnsson

 

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar