Fundargerðir
Fundur í stjórn Ýmis 4. 5. 2020
Mætt: Sigríður, Þorsteinn, Ólafur Bjarni, Guðjón. Sveinn og Hannes
Dagskrá:
1. Kynning á drögum að sumardagskrá fyrir 2020.
- Sigga kynnti drög að dagskrá fyrir sumarstarf Ýmis. Nokkur umræða varð um drögin sem voru samþykkt. (sjá fylgiskjal)
2. Hugmyndir að almennu viðmóti gagnvart nýliðum.
- Málið rætt. Siggu var falið að útfæra hugmyndina.
3. Hugmyndir að sjálfsábyrgð utan venjulegra æfinga.
- Málið rætt. Þorsteini falið að útfæra hugmyndina.
4. Verklagsreglur um geymslu báta og siglingabúnaðar.
- Málið rætt. Eftirfarandi var samþykkt: Frestað var að verðleggja geymslu á bátum/kajökum inni í húsinu. en samþykkt að leggja bann við geymslu persónulegs búnaðar í neðri salnum. Undanskilið er geymsla masturs og bómu báta sem eru í uppsátri. Frekari umræðu um verklagsreglur og verðlagningu á viðgerðaraðstöðu var frestað.
5 Önnur mál
- Sveini var falið að leita til GG- sport um kaup á kajökum; einum tveggja manna, tveimur meðalstórum og þremur litlum. Einnig tveimur sjóbrettum.
- Samþykkt að taka á móti hópi frá Suðurhlíðaskóla þann 4. júní frá klukkan 10:00-14:00
Fleira var ekki gert. Hannes Sveinbjörnsson, fundarritari.